Alltaf skrifar maður
...aftur og aftur um tímann og veðrið. Alveg típískt með okkur Íslendingana, eins og lítið annað gerist, eða kannski bara hjá mér ;)
En já, tíminn er ótrúlegur eins og ég hef svo oft komið á framfæri. Allt í einu er bara kominn hávetur (sumarið varla byrjað), Nökkvinn að nálgast töluna níu (örstutt síðan ég setti þrjú kerti á afmæliskökuna) og já, litla grjónið mitt að nálgast 11mánaða (sem mér finnst bara vera nýfæddur).
Sökum tímans og þeirri staðreynd að hann stendur víst ekki í stað eins og ég held stundum, þá dreif ég mig í að tala við vinnuveitandann minn og ath. stöðuna á stofunni og já stöðuna mína, hvort hún sé enn til staðar ef ég ætlaði mér að drullast til að fara vinna eitthvað. Málið er þannig að ég hef lengi verið að fresta því að fara ath. með dagmömmur því mér finnst bara ég nýbyrjuð í fæðingarorlofi. Allaveganna þá hef ég svona ákveðið að byrja hægt að vinna eftir áramótin, byrja á því að taka verkefni að mér og vinna að mestu heima, svo bara sjá hvernig málin þróast. Ég er bara enn að fíla það í tætlur að vera BARA heimavinnandi (eða heimahangandi eins og sumir myndu orða það).
Allaveganna þá er gott að ég geti fengið þá vinnu sem ég vil og þann vinnutíma sem ég vil, er mjög þakklát fyrir það.
Jæja, ekki var það lengra að sinni (nógu langt er það nú)
S r o s i n
...aftur og aftur um tímann og veðrið. Alveg típískt með okkur Íslendingana, eins og lítið annað gerist, eða kannski bara hjá mér ;)
En já, tíminn er ótrúlegur eins og ég hef svo oft komið á framfæri. Allt í einu er bara kominn hávetur (sumarið varla byrjað), Nökkvinn að nálgast töluna níu (örstutt síðan ég setti þrjú kerti á afmæliskökuna) og já, litla grjónið mitt að nálgast 11mánaða (sem mér finnst bara vera nýfæddur).
Sökum tímans og þeirri staðreynd að hann stendur víst ekki í stað eins og ég held stundum, þá dreif ég mig í að tala við vinnuveitandann minn og ath. stöðuna á stofunni og já stöðuna mína, hvort hún sé enn til staðar ef ég ætlaði mér að drullast til að fara vinna eitthvað. Málið er þannig að ég hef lengi verið að fresta því að fara ath. með dagmömmur því mér finnst bara ég nýbyrjuð í fæðingarorlofi. Allaveganna þá hef ég svona ákveðið að byrja hægt að vinna eftir áramótin, byrja á því að taka verkefni að mér og vinna að mestu heima, svo bara sjá hvernig málin þróast. Ég er bara enn að fíla það í tætlur að vera BARA heimavinnandi (eða heimahangandi eins og sumir myndu orða það).
Allaveganna þá er gott að ég geti fengið þá vinnu sem ég vil og þann vinnutíma sem ég vil, er mjög þakklát fyrir það.
Jæja, ekki var það lengra að sinni (nógu langt er það nú)
S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home