Búin að borða
á jólahlaðborðinu.. úfff sprakk, var svo södd. Hef verið að gera grín af Nökkva fyrir að halda að Perlan snúist svo hratt... sá hlær best sem síðast hlær. Ég náði sko alveg að týna borðinu mínu á snúningnum. Byrjaði reyndar þannig að Ingvi skrapp frá borðinu og á meðan birtist einhver karlmaður og ætlaði að setjast hjá mér... hmmm.. áttaði sig svo rétt áður en hann settist að hans borð var við hliðin á... ekkert að fatta að það var allt annað fólk þarna, kannski honum hafi fundist sitt fólk miður skemmtilegt, hvur veit. En síðan fór ég nú í aðalréttina og kom til baka og búin að týna eitt stk. borði... gekk fram og aftur en ekkert laust borð. En þá hafði eitthvað par sest við okkar borð. Greinilega verið girnilegt borð!
Annars lítið að frétta... reyndi að gerast ljósmyndari í gær, setti upp stúdíó og alles í stofunni, fékk kúnna og alles.. hehe eða þannig. FreyjuogGuðmundarbörn komu í myndatöku og svo einnig mín börn. Púff, held að við, Freyja höfum verið langþreyttastar eftir daginn. Það tekur á að hlaupa á eftir litlum gormum sem ekki vilja sitja kyrr. Einn slasaðist og fékk stóra kúlu á ennið... já ekki slysalaus myndataka það!
Var ekkert alltof ánægð með útkomuna svo það er stefnt á dag nr.2 í myndatökum, í næstu viku.
En ég ætla nú samt að henda inn einni mynd sem er svona la la.. en náttúrulega flottir strákar :)

Svo er það bara kongens köbenhavn á föstudag.
Heyrumst...S r o s i n
á jólahlaðborðinu.. úfff sprakk, var svo södd. Hef verið að gera grín af Nökkva fyrir að halda að Perlan snúist svo hratt... sá hlær best sem síðast hlær. Ég náði sko alveg að týna borðinu mínu á snúningnum. Byrjaði reyndar þannig að Ingvi skrapp frá borðinu og á meðan birtist einhver karlmaður og ætlaði að setjast hjá mér... hmmm.. áttaði sig svo rétt áður en hann settist að hans borð var við hliðin á... ekkert að fatta að það var allt annað fólk þarna, kannski honum hafi fundist sitt fólk miður skemmtilegt, hvur veit. En síðan fór ég nú í aðalréttina og kom til baka og búin að týna eitt stk. borði... gekk fram og aftur en ekkert laust borð. En þá hafði eitthvað par sest við okkar borð. Greinilega verið girnilegt borð!
Annars lítið að frétta... reyndi að gerast ljósmyndari í gær, setti upp stúdíó og alles í stofunni, fékk kúnna og alles.. hehe eða þannig. FreyjuogGuðmundarbörn komu í myndatöku og svo einnig mín börn. Púff, held að við, Freyja höfum verið langþreyttastar eftir daginn. Það tekur á að hlaupa á eftir litlum gormum sem ekki vilja sitja kyrr. Einn slasaðist og fékk stóra kúlu á ennið... já ekki slysalaus myndataka það!
Var ekkert alltof ánægð með útkomuna svo það er stefnt á dag nr.2 í myndatökum, í næstu viku.
En ég ætla nú samt að henda inn einni mynd sem er svona la la.. en náttúrulega flottir strákar :)

Svo er það bara kongens köbenhavn á föstudag.
Heyrumst...S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home