s

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Á danska grund

við förum í fyrramálið. Ekki slæmt það!
Gistum á sama hóteli og vinur okkar Róbert Vilhjálms gisti á fyrir tónleikana sína í sumar... hótelinu sem hann hitti rauðhærðu dönsku/íslensku stelpuna ;) Annað kveld munum við síðan snæða fínan dinner á veitingastað sem heitir Premisse, án efa hægt að finna eitthvað gott að borða þar :) Annars verður Ingvinn aðeins á fundum og þá dunda ég mér bara í búðum á meðan, held að það bjargist alveg ;) hihi. Ætlum svo í Jólatívolí á laugardagskvöldið og borðum svo þar á veitingastaðnum Balkonen. Síðan verður bara ráfað um götur Kaupmannahafnar og kíkt á stemminguna, verslað og notið þess að vera til.

Eina sem ég er smá kvíðin fyrir er að vera svona lengi í burtu... komum á mánudagskvöldið. Alltaf erfitt að vera í burtu frá börnunum svona fyrst... hef reyndar verið eina nótt frá Juniornum en ekki alveg fjóra daga! En veit að þeir eru nú báðir í góðum höndum, Nökkvinn ætlar til pabba síns og Jónas Nói verður hjá ömmu sinni, eða hún hér, svona beggja blands. En jú, stundum erfitt að klippa á naflastrenginn :S

En jæja, þýðir ekkert að bulla meir um þetta... hmmm pakka?..... 1stk.tannbursti.1stk. stór tóm ferðataska ;)

Julehilsen ........S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home