s

fimmtudagur, desember 07, 2006


Komin heim frá dönum

Fyrir nokkrum dögum. Já, maður er að jafna sig á öllu búðarrápinu og partýstemmingunni :)

Var alveg frábær ferð. Mikið verslað og mikið fjör.

Get sko mælt 500% með staðnum sem ég sagði í síðasta bloggi, Premisse, hef bara aldrei á minni stuttu mannsævi (já, hef örugglega átt hundaævi og páfagaukaævi líka og eflaust fleiri) farið á jafn flottan stað. Staðurinn er í kjallara og loftin eru öll rúnuð eða já, kannski erfitt að lýsa... allaveganna ferlega flottur staður. Við fengum herbergi út af fyrir okkur þar sem við sátum við risa hringborð þannig að allir tóku þátt í samræðum. Svo fengum við eflaust hundrað og tíu rétti og jafnmargar tegundir af fínum vínum með. Þjónarnir þeir, Andreas og hvað hét hinn... jæja skiptir ekki öllu, voru með allt á hreinu, létu alltaf dömurnar fá matinn fyrst og síðan karlpeningurinn. Smakkaði á furðulegasta brauði sem ég hef bragðað á, Lakrits snegle... eða lakkríssnúð = brauðsnúður með lakkrísdufti í... ótrúlega gott, sérstaklega fyrir lakkrísgemsa eins og mig. Svo var náttúrulega sjávarafurðir sem ég bara naut að horfa á, virkaði vel en lét hina um að bragða á því. Einn af aðalréttunum var hreindýr, svaka gott.

Eftir það var sungið eitt kareokee-lag á Sam´s bar. Ákvað að slíta ekki þeirri hefð að syngja lag þar, hef bara einu sinni áður sungið í kareokee og það var árið 2001, einmitt á Sam´s bar, með Kötu Hafsteins og Ástu Harðar.

Laugardaginn tók ég svona semi snemma, rauk út á Strik og verslaði smá, Ingvi náttúrulega á fundi en svo hittust allir á kaffihúsi við Kongens Nytorv. Þar fengum við once again sér herbergi út af fyrir okkur, og snæddum við lunch. Eftir það var aftur sjoppað. Um kveldið var snætt í Tivoli. Fínt en kannski hefði maður haft öðruvísi væntingar hefðum við byrjað á þessum stað og endað á fína staðnum ;) Nei segi svona, típískt danskt jólahlaðborð með sinni síld og meðlæti, ekki alveg efst á óskalista mínum. Svo var reyndar Tivoli að loka þegar út var komið, en við náðum þó ekta dönsku juleglögg og sungum nokkra íslenska jólasálma til mikilla gleði nærstaddra.

Sunnudaginn tókum við hjónaleysurnar út í Fields og fórum í Bilka.. verð að segja að ég sakna nú svoldið Bilka! Vorum nú svoldið lúin og sofnuðum snemma á sunnudagskvöldinu.

Á mánudaginn fór Ingvi á fund og ég var skilin alein eftir í Fields... já, ég veit svaka leiðinlegt ;) En eftir það tók ég lestina á Kastrup og flaug heim... komin með kvef... og þannig var nú það!

Jæja, nú eru bara jólin að koma... tvö jólahlaðborð eftir... Perlan og Borgin

"...þú kemst í hátíðarskap þótt úti sé snjór og krap..." eða hvernig er þetta.....LATER...S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home