Nú líður að lokum þessa viðburðaríka árs, 2006
...og þá er kannski ekki úr vegi að rifja upp árið svo það festist betur í minnum manns.
Janúar.... byrjaði náttúrulega með stæl 2.janúar þegar ég lagðist inn á fæðingadeildina en stubbur lét bíða eftir sér til hádegis 3.janúar. Yndislegur lítill, drengur.
Svo þann 24.janúar varð hinn yndislegi drengurinn minn 8 ára. Er ótrúlega rík að eiga þessa gullmola.
Febrúar... Stubburinn fékk nafn, Jónas Nói, og var skírnin æði, Ragnheiður Gröndal hafði þar mikið að segja, þegar hún söng lag við ljóð Maju ömmunnar.
Mars... vil nú helst gleyma þessum mánuði. Þarna byrjuðu erfiðir tímar, þegar ég fékk símhringingu frá mömmu sem sagði mér að pabbi væri á leið í sjúkrabíl, alvarlega veikur. Við tók mjög erfiðir tímar en sem betur fer á ég bjartsýnan og sterkan pabba og svakalega gott að hafa góða og samheldna fjölskyldu á svona tímum.
Apríl...Ófáar heimsóknir á spítalann, Páskar og svo náttúrulega fylgjast með drengjunum mínum vaxa og dafna.
Maí... Ingvinn varð ári eldri, pabbi vann sigra og drengirnir héldu áfram að stækka.
Júní...Pabbi varð árinu eldri, sautjándi júní og allt því sem fylgir... hmmm hvað meir??
Júlí... Gerði ég eitthvað þá?? Hmm jú, auðvitað, fórum út til Hollands og Þýskalands, lenntum í hitabylgju í Moseldalnum en vá, hvað það er æðislegur staður. Hittum Freyju og co. í Ríki Hamingjunnar (State of Happiness=Kempervennen). Frábært frí!
Ágúst...komum heim úr fríinu... tjaaa.. ég fór á ball í cityinu... hvað meir???
Sept.... Náttúrulega stór mánuður þegar undirrituð náði þriðja tug ævinnar, tengdó náði sjötta tug og hvað meir... jú fór út að borða og í leikhús út af áfanganum, fékk golfsett, sem ekki enn hefur gefist tími til að prufa og úr og margt fleira fallegt.
Okt....Móðir mín náði 55ára afmælinu, ég tókst á við ýmislegt sem ég hefði frekar vilja sleppa, en er ekki lífið bara skóli og maður hlýtur að læra af öllum slæmu og líka góðu hlutunum! HA?
Nóv....Íris Jens kom óvænt á klakann og hittumst við nokkrar skjátur yfir pizzu, ótrúlega gaman og mikið hlegið... Já, þá varlíka farið á jólahlaðborð og BORÐAÐ!!
Des.... Byrjað í Kongens Köbenhavn, frábær skemmtiferð, þar sem var verslað, borðað, skoðað, spjallað og skemmt sér! Svo kom náttúrulega fleiri jólahlaðborð. Litli drengurinn fékk því miður lungnabólgu en var orðinn ágætur þegar jólin skriðu í garð. En því miður orðinn lasarus aftur :(
Vonandi jafnar hann sig fyrir nýtt ár og já EINS árs afmælið sem er í næstu viku, 3.jan.
..... eflaust gleymi ég hellllllling eins og vanalega, en svona er að vera með þetta gullfiskaminni!
Heyrumst.... S r o s i n
...og þá er kannski ekki úr vegi að rifja upp árið svo það festist betur í minnum manns.
Janúar.... byrjaði náttúrulega með stæl 2.janúar þegar ég lagðist inn á fæðingadeildina en stubbur lét bíða eftir sér til hádegis 3.janúar. Yndislegur lítill, drengur.
Svo þann 24.janúar varð hinn yndislegi drengurinn minn 8 ára. Er ótrúlega rík að eiga þessa gullmola.
Febrúar... Stubburinn fékk nafn, Jónas Nói, og var skírnin æði, Ragnheiður Gröndal hafði þar mikið að segja, þegar hún söng lag við ljóð Maju ömmunnar.
Mars... vil nú helst gleyma þessum mánuði. Þarna byrjuðu erfiðir tímar, þegar ég fékk símhringingu frá mömmu sem sagði mér að pabbi væri á leið í sjúkrabíl, alvarlega veikur. Við tók mjög erfiðir tímar en sem betur fer á ég bjartsýnan og sterkan pabba og svakalega gott að hafa góða og samheldna fjölskyldu á svona tímum.
Apríl...Ófáar heimsóknir á spítalann, Páskar og svo náttúrulega fylgjast með drengjunum mínum vaxa og dafna.
Maí... Ingvinn varð ári eldri, pabbi vann sigra og drengirnir héldu áfram að stækka.
Júní...Pabbi varð árinu eldri, sautjándi júní og allt því sem fylgir... hmmm hvað meir??
Júlí... Gerði ég eitthvað þá?? Hmm jú, auðvitað, fórum út til Hollands og Þýskalands, lenntum í hitabylgju í Moseldalnum en vá, hvað það er æðislegur staður. Hittum Freyju og co. í Ríki Hamingjunnar (State of Happiness=Kempervennen). Frábært frí!
Ágúst...komum heim úr fríinu... tjaaa.. ég fór á ball í cityinu... hvað meir???
Sept.... Náttúrulega stór mánuður þegar undirrituð náði þriðja tug ævinnar, tengdó náði sjötta tug og hvað meir... jú fór út að borða og í leikhús út af áfanganum, fékk golfsett, sem ekki enn hefur gefist tími til að prufa og úr og margt fleira fallegt.
Okt....Móðir mín náði 55ára afmælinu, ég tókst á við ýmislegt sem ég hefði frekar vilja sleppa, en er ekki lífið bara skóli og maður hlýtur að læra af öllum slæmu og líka góðu hlutunum! HA?
Nóv....Íris Jens kom óvænt á klakann og hittumst við nokkrar skjátur yfir pizzu, ótrúlega gaman og mikið hlegið... Já, þá varlíka farið á jólahlaðborð og BORÐAÐ!!
Des.... Byrjað í Kongens Köbenhavn, frábær skemmtiferð, þar sem var verslað, borðað, skoðað, spjallað og skemmt sér! Svo kom náttúrulega fleiri jólahlaðborð. Litli drengurinn fékk því miður lungnabólgu en var orðinn ágætur þegar jólin skriðu í garð. En því miður orðinn lasarus aftur :(
Vonandi jafnar hann sig fyrir nýtt ár og já EINS árs afmælið sem er í næstu viku, 3.jan.
..... eflaust gleymi ég hellllllling eins og vanalega, en svona er að vera með þetta gullfiskaminni!
Heyrumst.... S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home