Pælingar
Það er alltaf að koma fólki á óvart hvernig unglingar eru í dag, hvurslags uppeldi er á þessu fólki sem hlýðir engu og lítur ekki upp til (h)eldra fólks. Oft spáir maður í þessu.. og kemst alltaf að sömu niðurstöðunni. Mér finnst þetta ekki skrítið eins og þetta hefðbunda líf er í dag.
Maður fæðir nýjan einstakling í heiminn... gefur sér alveg heila sex mánuði með honum, fær svo nýja mömmu (dagmömmu) til að hugsa um þennan einstakling í allt að átta tíma. Svo nær maður í barnið gefur að borða, kyssir á ennið og fer að horfa á imbann.
Næst tekur við leikskólinn og þar bætist jafnvel við klukkustund í viðbót í gæslu, s.s. allt að 9tímar, lúxusinn fyrir foreldrana, extra klst. Sama rútína, nær í barnið, eldar ef ekki er pantaður matur, kyssir á ennið fyrir svefninn.
Svo er það grunnskólinn sem tekur við og skóladaggæslan og þvílíkur lúxusinn, jafnvel búin að læra heimalærdóminn þegar heim er komið... þar sleppa foreldrarnir vel... þurfa ekki að rifja upp gömlu reikningsaðferðirnar ;) En eins... fjölskyldan borðar saman (þó er það ekki alltaf) svo ef foreldrarnir eru ekki að missa af uppáhaldssjónvarpsþættinum þá er barnið heppið og fær sögustund!
Svo kemur að því að barnið er of gamalt fyrir skóladaggæsluna og þá er það bara gamli góði lykillinn um hálsinn... foreldrarnir koma jafnvel heim upp undir kvöld, enginn nennir að borða við matarborðið SAMAN eins og í the good old days, pantaður matur... eða bara heit samloka... skiptir ekki öllu, hver og einn reddar sér og fer inn í sitt herbergi og horfir á sinn uppáhaldsþátt í sínum imba! (BTW verður örugglega svona hjá mér... imbakassar í næstum hverju herbergi;) )
já, svo eru allir svaka hissa og hvæsa: "UNGLINGAR NÚTILDAGS.... "
...ég veit kannski svoldið ýkt dæmi en samt ekki svo fjarri lagi..
fær mann allaveganna til að hugsa smá um þetta
S r o s i n
Það er alltaf að koma fólki á óvart hvernig unglingar eru í dag, hvurslags uppeldi er á þessu fólki sem hlýðir engu og lítur ekki upp til (h)eldra fólks. Oft spáir maður í þessu.. og kemst alltaf að sömu niðurstöðunni. Mér finnst þetta ekki skrítið eins og þetta hefðbunda líf er í dag.
Maður fæðir nýjan einstakling í heiminn... gefur sér alveg heila sex mánuði með honum, fær svo nýja mömmu (dagmömmu) til að hugsa um þennan einstakling í allt að átta tíma. Svo nær maður í barnið gefur að borða, kyssir á ennið og fer að horfa á imbann.
Næst tekur við leikskólinn og þar bætist jafnvel við klukkustund í viðbót í gæslu, s.s. allt að 9tímar, lúxusinn fyrir foreldrana, extra klst. Sama rútína, nær í barnið, eldar ef ekki er pantaður matur, kyssir á ennið fyrir svefninn.
Svo er það grunnskólinn sem tekur við og skóladaggæslan og þvílíkur lúxusinn, jafnvel búin að læra heimalærdóminn þegar heim er komið... þar sleppa foreldrarnir vel... þurfa ekki að rifja upp gömlu reikningsaðferðirnar ;) En eins... fjölskyldan borðar saman (þó er það ekki alltaf) svo ef foreldrarnir eru ekki að missa af uppáhaldssjónvarpsþættinum þá er barnið heppið og fær sögustund!
Svo kemur að því að barnið er of gamalt fyrir skóladaggæsluna og þá er það bara gamli góði lykillinn um hálsinn... foreldrarnir koma jafnvel heim upp undir kvöld, enginn nennir að borða við matarborðið SAMAN eins og í the good old days, pantaður matur... eða bara heit samloka... skiptir ekki öllu, hver og einn reddar sér og fer inn í sitt herbergi og horfir á sinn uppáhaldsþátt í sínum imba! (BTW verður örugglega svona hjá mér... imbakassar í næstum hverju herbergi;) )
já, svo eru allir svaka hissa og hvæsa: "UNGLINGAR NÚTILDAGS.... "
...ég veit kannski svoldið ýkt dæmi en samt ekki svo fjarri lagi..
fær mann allaveganna til að hugsa smá um þetta
S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home