Helgin á enda
Dreif mig með ó-ekta-manninum mínum og yngri syni í bíltúr eftir þetta væl mitt á föstudaginn... reyndar í gær en skiptir ekki öllu, fékk mér ís, en versta var að það var slappur ís... langt síðan ég hef smakkað vondan ís, en þeir eru greinilega til! Maður á náttúrulega ekkert að taka áhættur í svona ís-málum.. fara bara í Álfheimaísbúðina eða ísbúðina æi, þarna í vesturbæ á Melunum... klikkar ekki þar.
Búið að vera fallegt veður en frekar kalt. Eldri sonurinn fór til að mynda á skauta á ísilögðu Meðalfellsvatninu, fannst voða gaman.
En í dag fórum við í leikhús, ég, Nökkvinn, Freyja og Ársól. Við vorum svo heppin að Siggi bróði minn lánar slökkvitæki í hið frábæra leikrit Abbababb eftir dr. Gunna. Og af því hann lánar svona slökkvitæki, sem btw. er notað í aðalprumpuatriðinu, þá fékk hann ágætt af boðsmiðum og var svona sætur í sér að bjóða okkur á sýninguna.
Vitiði að þetta er leikrit sem svona auglýst sem barnaleikrit en ég veit ekki hvor okkar mæðgina skemmti sér betur, algjör snilld, og stútfullt af frábærum leikurum. Mæli eindregið með að drífa sig að sjá þetta leikrit í Hafnarfirðinum, nánar tiltekið á gamla vinnustaðnum hans pabba, því þar sem Hafnarfjarðarleikhúsið er í dag var áður Vélsmiðja Hafnarfjarðar. Fyrir þá sem ekki vita þá er það við hliðin á Fjörukránni í porti þar. Ég var að segja Nökkva frá því að afi hans hefði nú verið að vinna þarna í "gamla daga" og þá sagði pilturinn: "var hann að selja miða?" hehe.. hélt þá að afi sinn hefði verið að vinna í leikhúsinu :)
En jáms sem sagt allir að skunda í Hafnarfjörðinn en mætið vel tímanlega því ekki eru númeruð sæti og ekki fá allir sæti því æskilegt er að börnin sitji á dýnum nálægt sviðinu. Við vorum mætt hálftíma fyrir sýningu og máttum ekki seinni vera.
Í dag er Una þrírognúll.. nýtur sín í botn í London, skvísan!
Svo á morgun er ár síðan Jónas Nói var skírður... og einnig fæðingadagur afa hans og nafna.
Þar til síðar... S r o s i n
Dreif mig með ó-ekta-manninum mínum og yngri syni í bíltúr eftir þetta væl mitt á föstudaginn... reyndar í gær en skiptir ekki öllu, fékk mér ís, en versta var að það var slappur ís... langt síðan ég hef smakkað vondan ís, en þeir eru greinilega til! Maður á náttúrulega ekkert að taka áhættur í svona ís-málum.. fara bara í Álfheimaísbúðina eða ísbúðina æi, þarna í vesturbæ á Melunum... klikkar ekki þar.
Búið að vera fallegt veður en frekar kalt. Eldri sonurinn fór til að mynda á skauta á ísilögðu Meðalfellsvatninu, fannst voða gaman.
En í dag fórum við í leikhús, ég, Nökkvinn, Freyja og Ársól. Við vorum svo heppin að Siggi bróði minn lánar slökkvitæki í hið frábæra leikrit Abbababb eftir dr. Gunna. Og af því hann lánar svona slökkvitæki, sem btw. er notað í aðalprumpuatriðinu, þá fékk hann ágætt af boðsmiðum og var svona sætur í sér að bjóða okkur á sýninguna.
Vitiði að þetta er leikrit sem svona auglýst sem barnaleikrit en ég veit ekki hvor okkar mæðgina skemmti sér betur, algjör snilld, og stútfullt af frábærum leikurum. Mæli eindregið með að drífa sig að sjá þetta leikrit í Hafnarfirðinum, nánar tiltekið á gamla vinnustaðnum hans pabba, því þar sem Hafnarfjarðarleikhúsið er í dag var áður Vélsmiðja Hafnarfjarðar. Fyrir þá sem ekki vita þá er það við hliðin á Fjörukránni í porti þar. Ég var að segja Nökkva frá því að afi hans hefði nú verið að vinna þarna í "gamla daga" og þá sagði pilturinn: "var hann að selja miða?" hehe.. hélt þá að afi sinn hefði verið að vinna í leikhúsinu :)
En jáms sem sagt allir að skunda í Hafnarfjörðinn en mætið vel tímanlega því ekki eru númeruð sæti og ekki fá allir sæti því æskilegt er að börnin sitji á dýnum nálægt sviðinu. Við vorum mætt hálftíma fyrir sýningu og máttum ekki seinni vera.
Í dag er Una þrírognúll.. nýtur sín í botn í London, skvísan!
Svo á morgun er ár síðan Jónas Nói var skírður... og einnig fæðingadagur afa hans og nafna.
Þar til síðar... S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home