Jæja, aftur kominn föstudagur
Þrátt fyrir þetta yndislega vorveður úti síðustu dag er ég búin að sveiflast voða mikið upp og niður. Já, það koma svona dagar hjá mér eins og hjá mörgum öðrum.
Er svona að reyna segja við sjálfa mig að drullast út og gera eitthvað sniðugt.. tilvalið veður til að skreppa í miðbæinn og upplifa svoldið stemminguna þar, hún bregst nú yfirleitt ekki á svona dögum. Fá sér ís eða einhverja aðra óhollustu... en hvað geri ég.. hmm.. hlamma mér í sófann og blogga.. og ekki nóg með það þá þurfti ég nú endilega að potast inn á nýja bloggerinn sem ég hef reynt að forðast eins og heitan eldinn. En þeir hjá blogger slepptu mér ekki :( svo aldrei aftur gamli blogger :´(
En jæja, svo sem ekkert spennandi í fréttum... erum eitthvað að skoða húsnæði, buðum í eitt en því var hafnað, sem við vissum svo sem, en vorum nú að vonast eftir gagntilboði í það minnsta... en eitthvað er eigandinn óákveðinn og segist jafnvel ekkert ætla selja... pirrandi þegar maður er búin að veltast yfir einhverju svona og eyða fullt af tíma, af hverju drullast fólk ekki til að taka af skrá ef það er ekki að selja! Já, já, tuði stuði :)
En það kemur vonandi einhver skemmtilegri eign fyrir vikin sem verður alveg sniðin að okkar rössum.
Svo hef ég nú farið á miðvikudagskvöldum ásamt Freyju, á keramiknámskeið. Það er svaka gaman, svo gaman að eftir síðasta miðv.d.kv. lá ég andvaka frá kl. 03.00-06.00 ...andvaka því ég var stútfull af hugmyndum um hvað ég ætlaði að gera úr leir... en ég letiflónið nennti ekki fram til að finna blað og teikna upp þessar hugmyndir... því man ég bara hluta af hugmyndunum :(
En jæja, ætla nú ekki alveg að blaðra ykkur niður af leiðindum... finn að góða skapið það er alveg að fara koma... hmm.... ís hljómar kannski ekkert svo illa!!!
Góða helgi...S r o s i n
Þrátt fyrir þetta yndislega vorveður úti síðustu dag er ég búin að sveiflast voða mikið upp og niður. Já, það koma svona dagar hjá mér eins og hjá mörgum öðrum.
Er svona að reyna segja við sjálfa mig að drullast út og gera eitthvað sniðugt.. tilvalið veður til að skreppa í miðbæinn og upplifa svoldið stemminguna þar, hún bregst nú yfirleitt ekki á svona dögum. Fá sér ís eða einhverja aðra óhollustu... en hvað geri ég.. hmm.. hlamma mér í sófann og blogga.. og ekki nóg með það þá þurfti ég nú endilega að potast inn á nýja bloggerinn sem ég hef reynt að forðast eins og heitan eldinn. En þeir hjá blogger slepptu mér ekki :( svo aldrei aftur gamli blogger :´(
En jæja, svo sem ekkert spennandi í fréttum... erum eitthvað að skoða húsnæði, buðum í eitt en því var hafnað, sem við vissum svo sem, en vorum nú að vonast eftir gagntilboði í það minnsta... en eitthvað er eigandinn óákveðinn og segist jafnvel ekkert ætla selja... pirrandi þegar maður er búin að veltast yfir einhverju svona og eyða fullt af tíma, af hverju drullast fólk ekki til að taka af skrá ef það er ekki að selja! Já, já, tuði stuði :)
En það kemur vonandi einhver skemmtilegri eign fyrir vikin sem verður alveg sniðin að okkar rössum.
Svo hef ég nú farið á miðvikudagskvöldum ásamt Freyju, á keramiknámskeið. Það er svaka gaman, svo gaman að eftir síðasta miðv.d.kv. lá ég andvaka frá kl. 03.00-06.00 ...andvaka því ég var stútfull af hugmyndum um hvað ég ætlaði að gera úr leir... en ég letiflónið nennti ekki fram til að finna blað og teikna upp þessar hugmyndir... því man ég bara hluta af hugmyndunum :(
En jæja, ætla nú ekki alveg að blaðra ykkur niður af leiðindum... finn að góða skapið það er alveg að fara koma... hmm.... ís hljómar kannski ekkert svo illa!!!
Góða helgi...S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home