13.mars
Já, þá er hann runninn upp, þessi örlaga-dagur.
Það var fyrir ári síðan að ég fékk þessa skelfilegu hringingu um að pabbi hefði fengið slag og væri á leiðinni með sjúkrabíl. Ég trúði þessu ekki á þessum degi, fannst þessi dagur nógu svartur fyrir, því pabbi Ingva dó akkurat þennan dag þegar Ingvi var pínulítill pjakkur, fannst þetta skrítin "tilviljun"
En ég var heima með rúmlega tveggja mánaða pjakk... vissi ekkert í hvorn fótinn ég átti að stíga, hringdi í Ingva svo hann gæti komið heim og tekið vaktina með drengjunum og þaut ég svo til að taka á móti sjúkrabílnum. Fór á vitlaust sjúkrahús í fyrstu en fann svo fjölskylduna á gamla Borgarspítalanum. Við fengum nú ekki að hitta pabba því hann var í allskonar rannsóknum. Man við biðum á biðstofu og vissum í raun ekkert hvernig við áttum að vera, en svo komu læknar og fengum við þá að vita að pabbi væri mjög alvarlega veikur, lífshættulega veikur... man hvað þessi orð stungu djúpt í hjartað...lífshættulega veikur. Dvaldi hann á gjörgæslu og svo á spítala/endurhæfingu næstu mánuði.
Ég þakka Guði, bjartsýni pabba og þrautsegju pabba og ekki síst mömmu því að hann er enn hjá okkur í dag. Þó eitthvað hafi dáið þennan dag þá kom ótrúlega mikið tilbaka. Margt hefur breyst en er það ekki svo að lífið tekur endalausum breytingum og eflaust er það besti-versti-auðveldasti-erfiðasti skólinn að ganga í gegnum svona breytingar.
Ég er ákaflega stollt af pabba mínum í dag, að hafa náð sér þó svona vel eftir þessu alvarlegu veikindi, en ég trúi því líka að hann eigi eftir að ganga hækjulaust í framtíðinni, þarf enginn að segja mér annað.
S r o s i n
Já, þá er hann runninn upp, þessi örlaga-dagur.
Það var fyrir ári síðan að ég fékk þessa skelfilegu hringingu um að pabbi hefði fengið slag og væri á leiðinni með sjúkrabíl. Ég trúði þessu ekki á þessum degi, fannst þessi dagur nógu svartur fyrir, því pabbi Ingva dó akkurat þennan dag þegar Ingvi var pínulítill pjakkur, fannst þetta skrítin "tilviljun"
En ég var heima með rúmlega tveggja mánaða pjakk... vissi ekkert í hvorn fótinn ég átti að stíga, hringdi í Ingva svo hann gæti komið heim og tekið vaktina með drengjunum og þaut ég svo til að taka á móti sjúkrabílnum. Fór á vitlaust sjúkrahús í fyrstu en fann svo fjölskylduna á gamla Borgarspítalanum. Við fengum nú ekki að hitta pabba því hann var í allskonar rannsóknum. Man við biðum á biðstofu og vissum í raun ekkert hvernig við áttum að vera, en svo komu læknar og fengum við þá að vita að pabbi væri mjög alvarlega veikur, lífshættulega veikur... man hvað þessi orð stungu djúpt í hjartað...lífshættulega veikur. Dvaldi hann á gjörgæslu og svo á spítala/endurhæfingu næstu mánuði.
Ég þakka Guði, bjartsýni pabba og þrautsegju pabba og ekki síst mömmu því að hann er enn hjá okkur í dag. Þó eitthvað hafi dáið þennan dag þá kom ótrúlega mikið tilbaka. Margt hefur breyst en er það ekki svo að lífið tekur endalausum breytingum og eflaust er það besti-versti-auðveldasti-erfiðasti skólinn að ganga í gegnum svona breytingar.
Ég er ákaflega stollt af pabba mínum í dag, að hafa náð sér þó svona vel eftir þessu alvarlegu veikindi, en ég trúi því líka að hann eigi eftir að ganga hækjulaust í framtíðinni, þarf enginn að segja mér annað.
S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home