s

miðvikudagur, mars 07, 2007

Það hlaut nú að koma að því

Minnsti strumpurinn fór að ganga í gær og það auðvitað ekki heima hjá sér. Við héldum að hann myndi bara fara ganga um 25ára aldurinn, en rúmlega 14mánaða virðist það vera.

Við fórum, öll mæðginin ásamt mömmu og pabba í heimsókn til ömmu og afa, þar sem þau búa á Hrafnistu í Hfj. Gömlu hjónin voru að fá nýja íbúð og eru svona fínar yfirbyggðar svalir hjá þeim. Þar var gervigrasteppi og þar tók pilturinn til fótanna, gekk / hljóp þar fram og tilbaka á eftir golfkúlum sem við hentum ;)

Svo fórum við til Möggu ömmu og þar sýndi hann henni sporin.

Eeenn hann var eitthvað spar við það þegar heim var komið, vildi nú bara sýna pabba sínum örfá skref hehe
Hann er nú samt ekkert hlaupandi hér um, ennþá virðist öruggari leiðin að skríða ;)

Vildi nú bara láta vita af þessari stórfrétt :) S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home