Föstudagurinn þrettándi
Ætli það séu margir það hjátrúarfullir að þeir haldi sig inni á þessum degi.
Ég get nú ekki sagt að ég sé það hjátrúarfull en stundum er ég hjátrúarfull og fer eftir "settum reglum" í þeim fræðum. Eins og t.d. reyni ég að forðast að ganga undir stiga, segi oft 7-9-13 í von um að eitthvað rætist ekki, spenni ekki upp regnhlíf innandyra hvort sem ólétt kona er í húsinu eða ekki, reyni yfirleitt að snúa hrífu með tönnunum niður svo ekki fari að rigna... kannski gleymi ég einhverju... hmmm ég sem hélt að ég væri bara ekki hjátrúarfull tjaaa.
Svo fyrir ykkur sem hafið ekkert að gera um helgina þá er alveg hægt að skreppa í bíó. Sá eina í kvöld (fimmtudagskvöld) Svona típíska klisjumynd en stundum þarf maður bara á smá svona amerískri stelpumynd að halda... æi þar sem maður fær smá rómans, smá hlátur og happy ending... jamm er að tala um Because I said so með Diane Keaton
Góða helgi
S r o s i n
Ætli það séu margir það hjátrúarfullir að þeir haldi sig inni á þessum degi.
Ég get nú ekki sagt að ég sé það hjátrúarfull en stundum er ég hjátrúarfull og fer eftir "settum reglum" í þeim fræðum. Eins og t.d. reyni ég að forðast að ganga undir stiga, segi oft 7-9-13 í von um að eitthvað rætist ekki, spenni ekki upp regnhlíf innandyra hvort sem ólétt kona er í húsinu eða ekki, reyni yfirleitt að snúa hrífu með tönnunum niður svo ekki fari að rigna... kannski gleymi ég einhverju... hmmm ég sem hélt að ég væri bara ekki hjátrúarfull tjaaa.
Svo fyrir ykkur sem hafið ekkert að gera um helgina þá er alveg hægt að skreppa í bíó. Sá eina í kvöld (fimmtudagskvöld) Svona típíska klisjumynd en stundum þarf maður bara á smá svona amerískri stelpumynd að halda... æi þar sem maður fær smá rómans, smá hlátur og happy ending... jamm er að tala um Because I said so með Diane Keaton
Góða helgi
S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home