s

föstudagur, maí 25, 2007

Jæja, komin hjem igen

...frá Kongens København. Ferðin var mjög góð og vorum við heppin með veður. Fórum úr slyddusnjó í sólarblíðu. Ingvinn var allan tíman á fundum, held hann hafi farið á um 12 fundi á þessum hva.. tveimur og hálfum degi, ótrúlegur! Þar sem við fengum ekki hótelherbergið fyrr en um tvö ákváðum við að rölta um í leit að góðu kaffihúsi til að svala þorsta okkar. Við villtumst pínu en samt varð það til happs því við gengum beint í fangið á Gumm-Óla, fyrrv. Rask-nágranna... ótrúlegt en þá hafði hann líka villst af leið hehe.

En annars var ferðin mest svona:
Ég spókaði mig bara á Strikinu og um miðbæinn, verslaði smá (enda er þetta nú höfn kaupmannsins ;) ), settist niður á kaffihús og skoðaði mannlífið, hóaði frænkum (Hrund og Írisi Ösp) saman í lunch, fékk að sjá karlinn á kvöldin, rölti um Tivoli, út að borða, grét næstum með karlinum þegar Liverpool tapaði... sko næstum ;) en það hefði þá frekar verið gleðitár eða jæja smá samúðartár. Keypti eitt stk. systkinavagn og rölti um þvera Kaupmannahöfn, kasólétt með tvillingevogn... get ekki sagt annað en að fólk hafi horft assskoti mikið... ólétt með litla tvillinge hehe. Tók nánast engar myndir þó ég hafi ætlað mér annað! Var meira segja búin að ákveða að láta einhvern þjóninn smella mynd af okkur frænkum, þar sem við sjáumst nú ekki oft... en nei, mississ óléttugleymnakonan mundi það ekkert. Tókum held ég sex myndir og þær allar í Tivoli :)

Fannst pínu erfitt að vera án strákanna minna þessa daga en fékk svo æðislegar móttökur að það fékk mig til að huga að næstu ferð ;) Nökkvinn náttúrulega orðinn vanur ferðalögum mömmunnar en gaf mér fallegt knús engu að síður en litli mann labbaði um allt og sagði baba baba(sem þýðir ýmist mamma, pabbi eða Nökkvi) svo kom hann í fangið og knúsaði mig þetta líka svaka knús... hann vildi ekki einu sinni sleppa mér til að sækja snuddu og þá er nú mikið sagt, þessi líka snuddukall, ja, allaveganna var hann knúsulíus í gærkvöldi!

Ég læt eina af þessum sex fylgja með (reyndar voru tvær svona prufumyndir og teljast varla með;) )...verð þó að vara við að þetta er bumbumynd úr Tivoli.. jamm, ég er bumban á myndinni, vildi samt alveg vilja vera einn af þessum fallegu Túlípönum.


















Eigið góða Hvítasunnuhelgi!

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home