Kominn fimmtudagur enn eina ferðina enn...
Finnst þessar vikur fljúga, hvað verður um þennan tíma! Get nú ekki sagt að ég nýti hann sem best, hef verið svaka þreytt á daginn og sofna nú yfirleitt meðan sonurinn sefur á svölunum. Ja, þetta hefur jú allt sína skýringu, fyrir utan alltof lítið járn í blóði mínu þá hafa drengirnir haldið fyrir mér vöku, en fyrst var það yngri karlinn sem ákvað, nótt eftir nótt, að klukkan þrjú væri kominn dagur! Var bara í fullu fjöri, á endanum gafst ég upp og keypti myrkvatjöld fyrir gluggann hans, en það svona er allt að batna eftir það... en hvað gerist þá.. jú, Nökkvilíus, karlanginn varð svona sárþjáður af höfuðverk, byrjaði í gær og er enn... karlgreyið þurfti endilega að erfa þetta frá móður sinni, mígreni, var skilgreiningin sem læknirinn færði honum í vetur :( En sem betur fer kemur þetta nú ekki oft, en þegar það kemur þá er hann sárþjáður.
Já, þetta allt gerir það að verkum að maður vill nú kúra smá á daginn.
Jæja, þetta átti nú ekki að verða eitthvað vælublogg... en fyrst ég er byrjuð þá enda ég nú enn og aftur að væla um húsleysi... ekkert húsnæði virðist ætla koma, vorum meira segja farin að íhuga að byggja!!... ha... já við! ussss held að það myndi aldrei ganga, erum bæði svolítið þrjósk og með ákveðnar skoðanir varðandi skipulag, innréttingar og þessháttar... betra bara að fá þetta tilbúið svo við þurfum ekkert að spá í því... hehe nei, segi svona getum nú verið sammála með sumt ;)
Jæja, nóg bull í bili....S r o s i n
Finnst þessar vikur fljúga, hvað verður um þennan tíma! Get nú ekki sagt að ég nýti hann sem best, hef verið svaka þreytt á daginn og sofna nú yfirleitt meðan sonurinn sefur á svölunum. Ja, þetta hefur jú allt sína skýringu, fyrir utan alltof lítið járn í blóði mínu þá hafa drengirnir haldið fyrir mér vöku, en fyrst var það yngri karlinn sem ákvað, nótt eftir nótt, að klukkan þrjú væri kominn dagur! Var bara í fullu fjöri, á endanum gafst ég upp og keypti myrkvatjöld fyrir gluggann hans, en það svona er allt að batna eftir það... en hvað gerist þá.. jú, Nökkvilíus, karlanginn varð svona sárþjáður af höfuðverk, byrjaði í gær og er enn... karlgreyið þurfti endilega að erfa þetta frá móður sinni, mígreni, var skilgreiningin sem læknirinn færði honum í vetur :( En sem betur fer kemur þetta nú ekki oft, en þegar það kemur þá er hann sárþjáður.
Já, þetta allt gerir það að verkum að maður vill nú kúra smá á daginn.
Jæja, þetta átti nú ekki að verða eitthvað vælublogg... en fyrst ég er byrjuð þá enda ég nú enn og aftur að væla um húsleysi... ekkert húsnæði virðist ætla koma, vorum meira segja farin að íhuga að byggja!!... ha... já við! ussss held að það myndi aldrei ganga, erum bæði svolítið þrjósk og með ákveðnar skoðanir varðandi skipulag, innréttingar og þessháttar... betra bara að fá þetta tilbúið svo við þurfum ekkert að spá í því... hehe nei, segi svona getum nú verið sammála með sumt ;)
Jæja, nóg bull í bili....S r o s i n

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home