
...svona á það að vera, sólin leikur um mig... tja eða nei, kannski ekki.
Já, þetta held ég að verði sumarveðrið í ár eins og svo mörg ár hér á landi, RIGNING OG ROK.
Mér finnst nú rigningin ein og sér fín í hófi en ekki rok, gæti alveg lifað án þess. Rigning í stillu og hita, það er ekkert eins fallegt, tala nú ekki um ef það koma smá þrumur með, það er bara flott. Svo lengi sem eldingarnar valda ekki skaða.
Er farin að dreyma bull-drauma líkt og fyrri meðgöngum. Dreymdi í nótt flugslys, sá litla tveggja manna flugvél tætast í sundur í loftinu og falla til jarðar ekki langt frá þeim stað sem ég bjó á í draumnum, sem var btw. Hafnarfjörður.
Dreymdi um helgina draum sem ég vildi óska að rættist, en þá dreymdi mig að ég væri stödd í litlum bæ í Þýskalandi og þar hefðu mannræningjar, litlu bresku Madaline, ákveðið að sleppa henni inn í mannfjöldann. Hún komst heim aftur.
Jæja, skólaslit hjá Nökkvanum eftir rúman hálftíma... verða að fara gera eitthvað... spurning hvort hann verði við setningu skólans í haust eða í einhverjum öðrum skóla... tja spurning!
Hafið það gott í rigningunni.
S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home