s

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Alveg ótrúlegt

...að í næstu viku er kominn ágúst!

Þá styttist nú í að skólarnir byrja á ný og allt sem því fylgir. Ég verð nú að segja að snemma í vor þá var ég með þá von um að í ágúst værum við bara flutt í þæginlegra húsnæði... en einhver bið verður víst á því. Þýðir lítið að flytja þegar maður hefur ekki fundið ásættanlegt framtíðarhúsnæði. Ég hef samt fulla trú á því að það styttist í þetta húsnæði.

Nökkvinn hefur verið hjá pabba sínum, undanfarnar vikur og er ósköp tómlegt hérna þó svo að Nóalingurinn haldi móður sinni í æfingunni. Reyndar hefur strumpurinn þroskast heilmikið á síðustu vikum og er stundum eins og lítill páfagaukur, grípur orðin af manni haha. Hann fór að segja nafnið sitt fyrir stuttu, ja, sagði reyndar "Ói Jói" en hætti svo að vilja segja það en er aftur farinn að segja það stundum en þá bara "Nóóii" þetta kemur allt.
Hann verður jeppakall, það er eitthvað sem við erum alveg handviss um. Lætur mann sko vita ef það er jeppi nálægt. Ég var t.d. að rölta með hann fyrir utan Smáratorgið í vikunni og þá byrjaði minn allt í einu að öskra, já öskra það hátt að fólk horfði... "váááááá dóóór Epppi" jú, þá sá pilturinn of-vaxinn amerískan jeppa á 44" dekkjum, hehe...
Hann á svo sem ekki langt að sækja þessa dellu!

En jæja, best að fara hangsa og kannski fá sér eitthvað í gogginn.

Hils... S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home