s

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Í dag


er akkurat vika í settan dag, s.s. 39vikur komnar og verð að segja það að mér finnst ég líta út eins og loftbelgur :S. En annars finnst þessi meðganga hafa flogið áfram þó auðvitað virðist síðustu dagarnir alltaf vera lengstir ;) En ég er svo sem ekkert að kvarta, ég vona bara að hún Líney mín fari að eiga, hún verður komin 2vikur framyfir á föstudaginn... ef ég væri í hennar sporum þá væri ég farin að kvarta :) Þið vitið það þá, ég hlýt að mega kvarta hér ef ég verð hérna enn kasólétt eftir tæpar þrjár vikur!

Ef þið eruð að leita af ferðabíl / húsbíl þá er "rúmbíllinn" góði, til sölu. Ekki var þó eldri sonurinn ánægður að heyra það, trúði ekki að afi hans ætli að selja bílinn. Ótrúlegt hvað þessi bíll er í miklu uppáhaldi hjá barnabörnunum... meira segja Jónas Nói sér rautt (enda bíllinn fagurrauður :) ) þegar hann sér bílinn... kallar bara vAfi... en það þýðir náttúrulega að þetta sé Afa bíll.



Annars er búið að kenna strumpnum það nauðsynlegasta varðandi bíla... hann kann nú að segja ljós, dekk ofl. en það sem mér finnst frekar út í öfgar er að pabbinn er búinn að kenna honum hvar hásing er.... ég vissi nú varla hvar það var en nú er 19mánaða sonurinn komin með þá þekkingu :)

Jæja, ég efast nú um að ég eigi eftir að verða það blogg-glöð að það komi blogg fyrir helgi svo ég segi svona til öryggis, góða verslunarmannahelgi og ekki öfunda ég þá sem fara með Herjólfi til Eyja á föstudaginn, er ekki spáð einhverjum 20 m/sek? gubbíddígubb....

Hils. S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home