s

föstudagur, ágúst 31, 2007

Föstudagur enn og aftur :)

Ekki það að það sé mikill dagamunur hjá mér, en auðvitað sé ég nú meira af karlinum og jú elsta syninum um helgar, ja svona flestar helgar í það minnsta.

Annars var ég voða ánægð í dag því ég fékk tvö símtöl sem ég hafði beðið eftir. Fyrsta var staðfestin á að Nökkvinn komist í gítarnám og verður náttúrulega gítarsnillingur innan skamms ;) Síðara símtalið var frá leikskólaskrifstofu, konan vildi hringja í mig og segja mér það persónulega að Nóalingurinn kemst inn á leikskólann hér við hliðin á í september. Ég var alveg hætt að hugsa út í leikskólapláss og sá ekki fram á að hann fengi inn fyrr en næsta vor eða haust, því var þetta gleðisímtal. NóaSpóinn hefur svo gott af því að komast aðeins í burtu frá mömmunni sem er orðin alltof háð honum hehe... en hann verður nú bara hálfan daginn, svo það verður ekki klippt á naflastrenginn alveg í fyrstu :)

Svo erum við nú að fara í ammmmæli í dag. Jammsadeisí hann afi minn á afmæli í dag og ætlar að bjóða famelíunni í rjómatertu í tilefni dagsins. Verður gaman að sjá þau skötuhjú og skömmustulegt hvað ég er löt að kíkja til þeirra... nokkrir mánuðir síðan ég sá þau síðast :S

Svo svona í lokin vil ég nú senda systur minni knús-kram-og-bata-kveðjur. Síðustu dagar hafa verið henni mjög erfiðir. Færslan hennar um vanlíðan sína fær mann til að hugsa um það þó læknavísindin fari ört fram þá er hver og ein persóna einstök og erfitt getur reynst að finna lyf sem hentar hverjum og einum.
Gangi þér vel, systa, vonandi sjáumst við um helgina.

Eigið þið góða helgi,
Hils...S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home