s

fimmtudagur, september 27, 2007

Draugaflaut

..heyrðist úti í óveðri næturinnar.

Skært blístur sem varð æ meira skerandi er allir voru sofnaðir, nema ég. Sonurinn hafði áður kvartað yfir blístri í vindi að undanförnu, en ég hafði ekki heyrt það fyrr en nú. Þetta var svona blístur eins og er í draugamyndunum... úúúú.. ekki laust við að ímyndunaraflið hafi fengið lausan tauminn.

En svo var ástæðan fundin, ekki af mér reyndar en fannst engu að síður... og er þetta sökudólgurinn :
Nýja háhýsið við Smáratorg sem blístrar svona í vindinum, úff vonandi er það nú bara þannig óklárað :S

Hils...S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home