Á einhver hjólhýsi til sölu?
Því væntanlega verður það húsið sem við munum eyða næstu jólum í, ja, eða þá bara litla góða A-tjaldið okkar. Já, allt gerist í september því í gær var samþykkt tilboð í íbúðina okkar og munum við enda á götunni 5.desember.
Já, ég veit hugguleg jól... við verðum fyrsta white-trash-trailerpark-family í Kópavogi eða já, á Íslandi haha. Þið eigið eftir að sjá okkur í Ísland í dag-þættinum um jólin... "Eyða jólunum á tjaldstæðinu í Laugardal... aumingjarnir " hehe ;)
Nei, vonandi að þetta verði nú ekki svona slæmt, nú erum við á trilljón að gefa öllum húsum sjens.. bara skoða skoða skoða... lækka standardinn helling en maður má þó ekki fara kröfulaus í þetta því jú, við erum að tala um framtíðarhúsnæðið, væntanlega.
Skoðuðum þrjú hús í vikunni, fyrsta var mjög flott en okkur þótti of stór galli að það var á þremur hæðum.
Næsta hús var mjög fínt og gott skipulag, en gallinn var að það stóð næstum á götunni og því lítið um bílastæði.
Þriðja var svona ja, ok, var byggt í tvennu lagi og pínu klúður... svo það var ekki að heilla.
Svo er stefnan að reyna skoða einhver hús í kvöld eða um helgina.
Já, svo er það Akurbrekka í Rangárvallarsýslu um helgina. Veiðidagur í Rangánni á sunnudag, jebb, Ingvi ætlar að freista gæfunnar og reyna fiska fyrsta laxinn sinn í sumar. Karlgreyið er búinn að fara í nokkrar veiðiferðir en ekkert gengið, þetta er orðið svo slæmt að eini laxinn sem hann telur sig hafa fengið er litli stubburinn okkar og kallar hann prinsinn, LAXA. Já, nei, það verður ekki nafnið sem hann fær við skírn.
Jæja, enn og aftur góða helgi.. vonandi að við verðum fiskin um helgina og veiðum t.d. eitt hús og einn-10laxa ;)
Hils.. S r o s i n
Því væntanlega verður það húsið sem við munum eyða næstu jólum í, ja, eða þá bara litla góða A-tjaldið okkar. Já, allt gerist í september því í gær var samþykkt tilboð í íbúðina okkar og munum við enda á götunni 5.desember.
Já, ég veit hugguleg jól... við verðum fyrsta white-trash-trailerpark-family í Kópavogi eða já, á Íslandi haha. Þið eigið eftir að sjá okkur í Ísland í dag-þættinum um jólin... "Eyða jólunum á tjaldstæðinu í Laugardal... aumingjarnir " hehe ;)
Nei, vonandi að þetta verði nú ekki svona slæmt, nú erum við á trilljón að gefa öllum húsum sjens.. bara skoða skoða skoða... lækka standardinn helling en maður má þó ekki fara kröfulaus í þetta því jú, við erum að tala um framtíðarhúsnæðið, væntanlega.
Skoðuðum þrjú hús í vikunni, fyrsta var mjög flott en okkur þótti of stór galli að það var á þremur hæðum.
Næsta hús var mjög fínt og gott skipulag, en gallinn var að það stóð næstum á götunni og því lítið um bílastæði.
Þriðja var svona ja, ok, var byggt í tvennu lagi og pínu klúður... svo það var ekki að heilla.
Svo er stefnan að reyna skoða einhver hús í kvöld eða um helgina.
Já, svo er það Akurbrekka í Rangárvallarsýslu um helgina. Veiðidagur í Rangánni á sunnudag, jebb, Ingvi ætlar að freista gæfunnar og reyna fiska fyrsta laxinn sinn í sumar. Karlgreyið er búinn að fara í nokkrar veiðiferðir en ekkert gengið, þetta er orðið svo slæmt að eini laxinn sem hann telur sig hafa fengið er litli stubburinn okkar og kallar hann prinsinn, LAXA. Já, nei, það verður ekki nafnið sem hann fær við skírn.
Jæja, enn og aftur góða helgi.. vonandi að við verðum fiskin um helgina og veiðum t.d. eitt hús og einn-10laxa ;)
Hils.. S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home