Ekki áreiðanlegar fréttir
... en góðar líkur eru á að þetta gangi upp með húsið. Var búin að ákveða að vera ekkert að setja inn mynd fyrr en allt væri pottþétt í höfn... en æi, ef þetta gengur ekki þá er þetta bara mynd af húsi sem einhver annar á hehe.. sóbíitt ;)
Það er agalega fínn litur á því... tjaa... verður vonandi einhvern tíman fínt :)


...já og hluti af garðinum. Nökkvi hefur þegar verið ráðinn garðsláttursvélstjóravinnuverkamaður ;)
Af öðru er þá helst að frétta að Jónas Nói er alsæll á nýja leikskólanum, held að hann hafi vilja losna við mig á degi 1 í aðlöguninni. En nú er dagur þrjú og þá fór hann bara og verður einn allan tíman fyrir utan hvíldina, svo þetta gengur ljómandi vel, sjö-níu-þrettán. Það sem heillaði minn mann upp úr skónum á nýja vinnustaðnum voru allar leikfangagröfurnar... hann fer nú bara í eigin heim í gröfuleiknum hehe.
Af hinum bræðrunum er fínt að frétta, Nökkvi alsæll að þurfa væntanlega ekki að skipta um skóla og hverfi (hann var hættur að lítast á það þegar við vorum farin að skoða hús í Hafnarfirði, vildi sko ekki að það yrðu sagðir Hafnafjarðar-brandarar um hann haha). Minnsti kútur blæs út og er orðinn algjör bumbulíus ;) Hann er aðeins farinn að brosa, strumpurinn. Svo verður hann nú skírður 29.sept. nk. þá fær hann loksins nafn.
Jæja, nóg í bili...hils. S r o s i n
... en góðar líkur eru á að þetta gangi upp með húsið. Var búin að ákveða að vera ekkert að setja inn mynd fyrr en allt væri pottþétt í höfn... en æi, ef þetta gengur ekki þá er þetta bara mynd af húsi sem einhver annar á hehe.. sóbíitt ;)
Það er agalega fínn litur á því... tjaa... verður vonandi einhvern tíman fínt :)


...já og hluti af garðinum. Nökkvi hefur þegar verið ráðinn garðsláttursvélstjóravinnuverkamaður ;)
Af öðru er þá helst að frétta að Jónas Nói er alsæll á nýja leikskólanum, held að hann hafi vilja losna við mig á degi 1 í aðlöguninni. En nú er dagur þrjú og þá fór hann bara og verður einn allan tíman fyrir utan hvíldina, svo þetta gengur ljómandi vel, sjö-níu-þrettán. Það sem heillaði minn mann upp úr skónum á nýja vinnustaðnum voru allar leikfangagröfurnar... hann fer nú bara í eigin heim í gröfuleiknum hehe.
Af hinum bræðrunum er fínt að frétta, Nökkvi alsæll að þurfa væntanlega ekki að skipta um skóla og hverfi (hann var hættur að lítast á það þegar við vorum farin að skoða hús í Hafnarfirði, vildi sko ekki að það yrðu sagðir Hafnafjarðar-brandarar um hann haha). Minnsti kútur blæs út og er orðinn algjör bumbulíus ;) Hann er aðeins farinn að brosa, strumpurinn. Svo verður hann nú skírður 29.sept. nk. þá fær hann loksins nafn.
Jæja, nóg í bili...hils. S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home