s

fimmtudagur, september 13, 2007

Rok og rigning

Stundum finnst manni að það mætti setja samansem merki milli þess og Íslands, ja, eða hvað... erum við kannski fljót að gleyma t.d. fyrri part sumar þar sem sólin skein dag eftir dag. Já, sennilega er málið þannig. Einnig megum við ekki gleyma að við búum á lítilli eyju lengst norður í ballarhafi hehe.
Æi, er þetta ekki bara frábært, vera á lífi, með heilsu og eiga góða að... hmm, verður maður ekki að reyna sjá það góða eða gera gott úr slæmu. Já, svo getum við bara lyft okkur upp á annan hátt en að stóla á veðrið, held að það sé málið! Hugmyndir af upplyftingu...matarboð, kúrustund, spilakvöld, bíóferð, gönguferð, kaffihúsaferð eða hvað sem okkur dettur í hug, gerum bara dagamun og gleymum vondu veðri!

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home