s

þriðjudagur, október 16, 2007

Haustkvefpest

Já, ekki höfum við náð að hrista það af okkur.
Við mæðgin, Jónas Nói og undirrituð, virðumst ætla taka okkar tíma í þetta. Hann kominn á pensilin og ég vonast til að sigra þetta sjálf. Ég hef þó áhyggjur á litla, Högna Hallgrími, en hann er með smá kvef í öðru auganu, en við erum nú hraust og verðum í fullu fjöri innan fárra daga.

En annars er ekki mikið annað gert en að snýta og snýta sér... verð nú að byrja pakka niður, því nóg er af draslinu. Hef ákveðið að vera dugleg að leyfa Sorpu að fá dót sem við erum hætt að nota.
Ekki hægt að neita því að hugurinn er nú farinn að reika yfir í nýja húsið. Við ætlum nú bara að mála og jú, sennilega að slá upp einum, tveimur veggjum til að útbúa fataherbergi út af hjónaherberginu.
Æ, það verður gaman að gera þetta að sínu, finna réttu staðina fyrir hlutina sína og svona, já, ég hlakka bara til :)

Hils....S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home