s

mánudagur, nóvember 26, 2007

Það er allt á fullu allsstaðar...

...og hvað geri ég??
Jú, sit hérna við tölvuimbakassann og skrifa í staðinn fyrir að klára að pakka.
Við flytjum yfir til tengdó í vikunni.. ja, eða við hjónaleysurnar flytjumst yfir á þetta slott.... ja allaveganna í tvo þrjá daga ;) Verður eflaust fínt að spóka sig um í ríki Dana þó svo margt mætti betur vera...
Hmm t.d. það sem veldur pínu kvíða hvort við höldum jól, öll fimm manna familyan hrjótandi í litlu herbergi hjá tengdó... er að við erum nánast búin að gera húsið fokhelt... haha nei, kannski ekki alveg en langt komin.. búin að brjóta niður vegg, rífa niður þrjúþúsund falska bita í stofunni (hmmm hljómar RISA stofa) og rífa niður veggi fyrir ofan glugga í stofunni.. Svo ofan á allt þá er litli Högni Hallgrímur að stríða mömmu sinni því kappinn harðneitar að taka pela og frúin búin að reyna kaupa allar hugsanlegu tegundir af pelum en neibb... hann veit hvað hann vill!

Sem sagt það sem eftir á að gera fyrir flutning í húsið er að klára mála (komumst nú ótrúlega langt um helgina með hjálp frábærra vina og ættingja).. já, svo er fataherbergið aftur komið á dagskrá... svo það verður að byggja eitt stk. herb. klæða hluta af lofti og fyrir ofan glugga.... og já.. leiðinlegasta af öllu... klára að pakka!!

Jæja, best að halda áfram að gúffast á netinua HAHA


Hils...S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home