s

laugardagur, nóvember 17, 2007

Vildi bara segja að ég er á lífi...

Hef bara verið í litlu bloggstuði að undanförnu. Svo sem nóg hægt að gera, eins og t.d. að pakka niður. Ég hef þó ekki verið neitt sérlega dugleg í því, jæja, það laumast smá og smá niður í kassa.
Annars hef ég reynt að vera dugleg í ræktinni og hef verið að hreyfa mig ca. 5-6x í viku. Finnst bara frábært að vera komin í gang með það!

Af öðru er svo sem ekki mikið að frétta... bræðurnir alltaf yndislegir og allt þar frameftir götunum. Yngstu bræðurnir voru pínu fyndnir í kvöld þegar ég var að malla kvöldmatinn. Sá eldri grenjaði úr sér augun, sökum þreytu en sá minni hló af bróður sínum! Verður eflaust gaman að fylgjast með þeim eftir svona eitt til tvö ár... púff ég sé það alveg fyrir mér, algjörir prakkarar með bíladellu á hæsta stigi.

Jæja, ætla í háttinn... Góða helgi... S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home