s

þriðjudagur, desember 18, 2007

Alltof stutt í jólin!

Held að fleiri séu mér sammála í því. Þetta væri strax skárra ef það væru tvær vikur í jólin... ótrúlega margt hægt að gera á einni aukaviku :)

Annars er dótið allt að skríða á sinn stað... vantar þó ýmislegt, sjónvarp, sófa, skáp, ljós og svona.. en það er nú bara allt í lagi þegar mest er komið úr kössum... úff þoli ekki þessa kassa.

Svo kom tepparinn í gær og lagði teppi á stigann, mun öruggari eftir það.. spes að ganga á þessu Sisal-eða kókosteppi.. ágætt að fara berfætt og fá tásunudd í leiðinni :)

Nóalingurinn heima í dag vegna veikinda.. ja, hann var slappur í gær og ég ákvað að halda pilti heima í dag í von um að hann næði að fara á leikskólann á morgun því þá er jólaball.. fyrsta jólaballið hans... ég vildi nú helst vera með en það er víst bara fyrir börnin á leikskólanum.

Sl. laugardagsmorgun ákvað ég að skokka út í Sporthús, þar sem húsið mitt er bara nokkrum skrefum frá. Ég byrja að skokka en snarhætti þegar ég var nærri flogin á hausinn sökum ísingar. Í myrkvinu læddist ég eins og belja á svelli... var pínu drungalegt að labba innan um trén og svona.. svo heyrði ég allt í einu flaut... úfff hjartað mitt þolir ekki svona, er mjög viðkvæm og fer alltaf að ímynda mér allskonar hluti haha... en svo var kallað þungri röddu "Boli, Boli, komdu hérna" og ég bjóst við að fá einhvern ofurstóran skaðræðishund í fangið... en trítlar þá ekki þessi litli sæti chihuahua hundur að mér. Hahaha ég hélt ég yrði ekki eldri enda skellti ég uppúr og eigandinn hefur eflaust ekkert vitað af hverju þessi belja væri að hlæja.

En jamm og jæja... best að fara gera eitthvað sneeeðugt.

Hils...S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home