Jæja, þá
Köbenferð afstaðin, fluttningar á búslóð búnir og bara eftir að henda lyklunum til nýrra eigenda!
Já, elsku Köben var nú fín þó ferðin hafi byrjað brösulega. Byrjaði á því að fá lánaðan kjól frá henni Unu minni... voða fínn kjóll sem ég ákvað að setja í hreinsun.
Degi fyrir brottför, kl.18:02 kem ég að sækja kjólinn, en mín hafði lesið vitlaust á opnunartíma og var því lokað. Nú voru góð ráð dýr en ég endaði á því að hringja í einn eigenda fatahreinsunarinnar sem var svo yndisleg að koma og redda mér. Hún var ekkert nema elskulegheitin.
Jæja, svo var það brottför morgunin eftir...var í samfloti við konur hinna í fyrirtækinu. Svo var lennt í Köben og allar komnar með töskurnar sínar NEMA ég... jú, mín heppni... taskan mín týnd. Ég var í sjokki og vissi varla hvað ég átti að gera... brjóstapumpan í töskunni (þar sem ég er nú enn með barn á brjósti) og allt hele dótið sem m.a. ég ætlaði að nýta um kvöldið þar sem planað var að fara mjög fínt út að borða!
Hinar kvennsurnar voru komnar út því taxa-bus beið okkar þar... ekki veit ég fyrr en taxa-driverinn var kominn í stóra-töskumálið... sá um alla pappírana fyrir mig og sá til þess að ég gæti hringt í beint númer til að ath. með töskuna.
Inn í Köben, töskulaus, fórum ég,ásamt hinumm kellunum. Nú var ekkert annað í stöðunni en að ráðast í allar þær búðir sem ég hugsanlega komst yfir fyrir kl. 18. Úff... ég get nú sagt að yfirleitt þykir mér nú bara fínt að versla EN ekki þegar tíminn er naumur og listinn langur sem þurfti að kaupa... ég þurfti náttúrulega allt.. frá a-ö.. skó, föt, make-up og det hele, já svo ekki sé minnst á brjóstapumpuna!
Korter yfir fimm hringdi minn heittelskaði, sem hafði verið á fundi allan daginn, til að tékka á stöðunni.. get svarið það að ég var gráti nær... að springa úr mjólk, já, það tók sko á að máta föt í þannig ástandi. Ákveðið var að Ingvinn færi að kaupa hluta af dóti og ég sæi um fötin og skóna..
Einhvern veginn tókst þetta á endanum og útkoman bara nokkuð góð.
Fékk þær fréttir áður en lagt var af stað í veitingastaðinn að taskan hefði endað í Amsterdam en kæmi sennilega morguninn eftir! Aldeilis sem hún ætlaði að ferðast.
Eftir 17rétta máltíð var haldið heim á leið.... ég mjööööög þreytt eftir verslunarleiðangur dagsins.
Morguninn eftir kom svo loks elsku taskan mín... það var svona moment... ég og taskan, sameinaðar á ný haha.
Á föstudeginum var haldið í lunch á Laundromat hinn alíslenska hjá Frikka Weis. en ég held að staðurinn hafi verið kosinn besti brunch-staður Köben núna sl. laugardag. Get meira en mælt með staðnum því frábær þjónusta og matur mmm alvöru hammarar!
Eftir það var verslað pínu, en núna þá í aðeins meiri rólegheitum... ja svona næstum hihi. Svo var það Jóla-Tivoli um kvöldið, juleglogg og kareoki! Ekki slæmt kvöld það!
Laugardagurinn var heimferðardagur og kom sami taxa-driver að sækja okkur og hafði gert við komuna. Hann var ánægður að sjá mig og töskuna sameinaðar og tjáði mér það að taskan hefði nú aldrei farið til Amsterdam heldur varð eftir í Keflavík. Hann, þessi elskulegasti taxabílstjóri sem ég hef hitt, hafði hringt og garfað í töskumálunum... fundið gripinn á Íslandinu, komið henni í Cargoflug til Köben þar sem henni var síðan ekið á hótelið til mín.
Get sagt að þegar maðurinn tjáði mér allt þetta sem hann hafði gert fyrir mig, að það voru ansi vot augun mín.... sko danir eru ekki þekktir sem þjónustulipur þjóð en VÁ...þessi ætti sko skilið að fá orðu!
En allaveganna fór ég aldrei í kjólinn hennar Unu hahaha
Þegar heim var komið biðu kassarnir og hálfmálað húsið, allt enn á sínum stað! Svo á mánudaginn var allt dótið flutt yfir í nýja slottið... ja eða bílskúrinn, því enn erum við hjá tengdó. Gamla íbúðin þrifin í gær og afhendi ég nýjum eigendum lyklavöldin á eftir... eflaust hátíðleg stund :)
Jæja, vonandi er einhver kominn niður að þessari setningu því úfff.. þvílík rummsu-blogg.
Þar til næst... á nýjum tíma, nýjum stað og jamm nýjum fréttum vonandi!... hils...S r o s i n
Köbenferð afstaðin, fluttningar á búslóð búnir og bara eftir að henda lyklunum til nýrra eigenda!
Já, elsku Köben var nú fín þó ferðin hafi byrjað brösulega. Byrjaði á því að fá lánaðan kjól frá henni Unu minni... voða fínn kjóll sem ég ákvað að setja í hreinsun.
Degi fyrir brottför, kl.18:02 kem ég að sækja kjólinn, en mín hafði lesið vitlaust á opnunartíma og var því lokað. Nú voru góð ráð dýr en ég endaði á því að hringja í einn eigenda fatahreinsunarinnar sem var svo yndisleg að koma og redda mér. Hún var ekkert nema elskulegheitin.
Jæja, svo var það brottför morgunin eftir...var í samfloti við konur hinna í fyrirtækinu. Svo var lennt í Köben og allar komnar með töskurnar sínar NEMA ég... jú, mín heppni... taskan mín týnd. Ég var í sjokki og vissi varla hvað ég átti að gera... brjóstapumpan í töskunni (þar sem ég er nú enn með barn á brjósti) og allt hele dótið sem m.a. ég ætlaði að nýta um kvöldið þar sem planað var að fara mjög fínt út að borða!
Hinar kvennsurnar voru komnar út því taxa-bus beið okkar þar... ekki veit ég fyrr en taxa-driverinn var kominn í stóra-töskumálið... sá um alla pappírana fyrir mig og sá til þess að ég gæti hringt í beint númer til að ath. með töskuna.
Inn í Köben, töskulaus, fórum ég,ásamt hinumm kellunum. Nú var ekkert annað í stöðunni en að ráðast í allar þær búðir sem ég hugsanlega komst yfir fyrir kl. 18. Úff... ég get nú sagt að yfirleitt þykir mér nú bara fínt að versla EN ekki þegar tíminn er naumur og listinn langur sem þurfti að kaupa... ég þurfti náttúrulega allt.. frá a-ö.. skó, föt, make-up og det hele, já svo ekki sé minnst á brjóstapumpuna!
Korter yfir fimm hringdi minn heittelskaði, sem hafði verið á fundi allan daginn, til að tékka á stöðunni.. get svarið það að ég var gráti nær... að springa úr mjólk, já, það tók sko á að máta föt í þannig ástandi. Ákveðið var að Ingvinn færi að kaupa hluta af dóti og ég sæi um fötin og skóna..
Einhvern veginn tókst þetta á endanum og útkoman bara nokkuð góð.
Fékk þær fréttir áður en lagt var af stað í veitingastaðinn að taskan hefði endað í Amsterdam en kæmi sennilega morguninn eftir! Aldeilis sem hún ætlaði að ferðast.
Eftir 17rétta máltíð var haldið heim á leið.... ég mjööööög þreytt eftir verslunarleiðangur dagsins.
Morguninn eftir kom svo loks elsku taskan mín... það var svona moment... ég og taskan, sameinaðar á ný haha.
Á föstudeginum var haldið í lunch á Laundromat hinn alíslenska hjá Frikka Weis. en ég held að staðurinn hafi verið kosinn besti brunch-staður Köben núna sl. laugardag. Get meira en mælt með staðnum því frábær þjónusta og matur mmm alvöru hammarar!
Eftir það var verslað pínu, en núna þá í aðeins meiri rólegheitum... ja svona næstum hihi. Svo var það Jóla-Tivoli um kvöldið, juleglogg og kareoki! Ekki slæmt kvöld það!
Laugardagurinn var heimferðardagur og kom sami taxa-driver að sækja okkur og hafði gert við komuna. Hann var ánægður að sjá mig og töskuna sameinaðar og tjáði mér það að taskan hefði nú aldrei farið til Amsterdam heldur varð eftir í Keflavík. Hann, þessi elskulegasti taxabílstjóri sem ég hef hitt, hafði hringt og garfað í töskumálunum... fundið gripinn á Íslandinu, komið henni í Cargoflug til Köben þar sem henni var síðan ekið á hótelið til mín.
Get sagt að þegar maðurinn tjáði mér allt þetta sem hann hafði gert fyrir mig, að það voru ansi vot augun mín.... sko danir eru ekki þekktir sem þjónustulipur þjóð en VÁ...þessi ætti sko skilið að fá orðu!
En allaveganna fór ég aldrei í kjólinn hennar Unu hahaha
Þegar heim var komið biðu kassarnir og hálfmálað húsið, allt enn á sínum stað! Svo á mánudaginn var allt dótið flutt yfir í nýja slottið... ja eða bílskúrinn, því enn erum við hjá tengdó. Gamla íbúðin þrifin í gær og afhendi ég nýjum eigendum lyklavöldin á eftir... eflaust hátíðleg stund :)
Jæja, vonandi er einhver kominn niður að þessari setningu því úfff.. þvílík rummsu-blogg.
Þar til næst... á nýjum tíma, nýjum stað og jamm nýjum fréttum vonandi!... hils...S r o s i n

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home