s

föstudagur, janúar 18, 2008

Jæja, þá er lífið komið í eðlilegar skorður

Er farin að arka í ræktina eftir að eldri piltarnir eru komnir í sína skóla og vinnu. Það er ágætis upphitun að vaða skaflana með barnavagninn. En verð að segja það er ljúft að komast aftur í rútínu.

Annars var Jónas Nói voða duglegur í vikunni, sat við borðstofuborðið og litaði með vaxlitum á blað. Bræður hans sátu sitthvoru megin við hann og undirrituð eitthvað að bralla í eldhúsinu. Allt í einu kallar Nökkvinn á mig og segir mér að koma. Hafði Nóalingurinn fengið nóg af því að skrifa á blaðið sitt og fann heldur frumlegan stað fyrir listina sína. Hafði hann tekið upp á því að lita á skallann á litla bróður sínum. Grey-stubburinn var með hellings svart krot á skallanum sínum, sem mamman náði þó að þrífa af.

Jæja, þar til síðar.... góða helgi ...

Hils...S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home