s

mánudagur, janúar 07, 2008

Jæja, Jólin búin og allt það...

Við hófum nýja árið á veikindum eins og svo oft áður :( Annað skiptið á 2ja ára ævi Jónasar Nóa sem hann hefur nýtt ár með lungnabólgu. Ekki gaman það. Ekki nóg með það heldur er Högni Hallgrímur einnig lasinn, með eyrnabólgu og helling ofan í sér en samt ekki alveg lungnabólga þó það sé nærri. Svo þurfti húsfreyjan endilega að vera þeim samferða í veikindum og veiktist í raun 2svar sinnum.. eflaust ein veikindi fyrir hvorn pilt ;)
Sá sem hefur staðið þetta allt af sér er Nökkvi Reyr (7-9-13)... Ingvinn hefur verið svona á mörkunum.
Ég var að tala við vinkonu mína um að þetta væri ekki gaman að hafa loksins risa garð en ekkert geta nýtt hann, ég held ég hafi einu sinni gengið hringinn kringum húsið síðan við fluttum!

Jæja, þetta átti nú ekki að vera neitt kvart og kvein-blogg.. bara svona skrifa eitthvað.. annars er ég bara sátt við að jóladótið sé á leið niður í kassa því þá kannski getur maður farið að klára það sem eftir á að klára hér heima við.. alltaf þetta smotterí hér og þar.. listar, smá sparsl þar, ljós hér, mynd hér... já, svo sem nóg að gera þannig!
Henti jólatrénu niður af pallinum/svölunum í dag og var trufluð af nágranna sem var á göngu hér fyrir framan með hundinn sinn, en þetta var svo sætur ca 6-7 ára piltur sem sagði :" fyrirgefðu, ert þú nýji nágranni minn??" og ég sagði já, ég væri nýflutt. Þá sagði hann mér að hann byggi nú í hvíta húsinu þarna neðar og væri nágranni minn :) Bara krúttlegur hehe

Jæja, nóg af jússlessinformeisjóns...

Hils...S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home