s

sunnudagur, janúar 13, 2008

Spúkí...

...tók eftir að síðasta færsla hjá mér var númer 666 hmmm!
En ég er svo sem ekki það hjátrúarfull að það stuði mig eitthvað.

Heilsan er að skríða saman hér á bæ og komst ég loks út úr húsi, bæmæself, í gærkveldi. Já, á svo indæla tengdamóðir að hún henti mér út úr húsi haha.. ja kannski ekki alveg bókstaflega en henni þótti kominn tími til að ég og mágkona mín færum í bíó eða kaffihús.
Svo við hlýddum, fórum á einhverja forsýningu á Atonement... ja, einhver ástarmynd sem ég mæli ekki með... svona tippikal sunnudagsRúvmynd.. ótrúlegt þá fær myndin voða fína dóma. Ég sættist á að hugmyndin sæmileg, tökurnar mjög flottar en ðatsit!

En já, ég var nú samt glöð að komast aðeins út úr húsi. Ingvinn í London að spóka sig um í skemmtiferð.. fótboltaleik, dinnerar og voða gaman... verð nú að segja að ég hefði bara alveg vilja fá svona ferð eftir að hafa verið í nokkrar vikur með lasin börn og sjálf lasin.
Fer bara einhvern tíman í stelpuferð... spurning hvort ég verð ekki bara ALEIN í stelpuferð haha.

Jæja, ætla nú ekki að segja meiri vitleysu...
Hils...S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home