Enn einn föstudagurinn
Er grautfúl, búin að vera hálf lasin alla vikuna, hélt að ég væri að skána í gær en svo fór þetta versnandi með nóttunni :( Ekki gott að vera ungamamma á hálfum tank!
Hef þar af leiðandi ekkert náð að komast í gymmið, sem hefur gefið mér ótrúlega orku hingað til. En svona er þetta bara, hlýtur bara að taka enda einhvern daginn. Hringdi í lækninn minn í gær og spurði hvort hann hefði ekki töfralausn fyrir mig, auka lyf eða eitthvað... en hvað sagði hann "við skulum sjá til eftir svona 10-15daga!!!" Kommon 10-15daga, held að ég muni nú ekki halda höfði þá með þessu áframhaldi, hvað þá halda á tæpl. níu kg. stubb og já stundum 14kg aðeins stærri stubb, púff púff.
Jæja, þetta átti nú ekki að vera neitt veikindavælubloggfærsla..
Skipti bara yfir í veðrið... ahh mér finnst nú bara fínt að sjá snjóinn fara í þetta sinn... finnst rigning yndisleg ef ekki er rok með. Svo mikil hreinsun. Að horfa út um stofugluggann minn núna er unun. Morgunsólin komin á loft, regndropar næturinnar enn á rúðunni og fallegu trén mín bærast varla. Væri gott að geta komist út í morgungöngu, jafnvel rölt í næsta bakarí og keypt ilmandi bakkelsi... það bíður betri tíma.
Fékk fagurrauðar rósir frá mínum heittelskaða í gær. Eins og með mína svar-fjólubláu fingur, þá tókst mér á einhvern óskiljanlegan hátt að eyðileggja rósirnar :( Setti þær í fínan vasa með vatni og næringu en svo í morgun þá héngu þær allar niður, greyin... já, hvernig ætli garðurinn minn verði næsta sumar :S
Spurning að fara að óska eftir hot garðyrkjumanni sem gæti leigt í kjallaranum hehehe
Jæja, nóg af veikindum, veðri og grasi...
Góða helgi... hils. S r o s i n
Er grautfúl, búin að vera hálf lasin alla vikuna, hélt að ég væri að skána í gær en svo fór þetta versnandi með nóttunni :( Ekki gott að vera ungamamma á hálfum tank!
Hef þar af leiðandi ekkert náð að komast í gymmið, sem hefur gefið mér ótrúlega orku hingað til. En svona er þetta bara, hlýtur bara að taka enda einhvern daginn. Hringdi í lækninn minn í gær og spurði hvort hann hefði ekki töfralausn fyrir mig, auka lyf eða eitthvað... en hvað sagði hann "við skulum sjá til eftir svona 10-15daga!!!" Kommon 10-15daga, held að ég muni nú ekki halda höfði þá með þessu áframhaldi, hvað þá halda á tæpl. níu kg. stubb og já stundum 14kg aðeins stærri stubb, púff púff.
Jæja, þetta átti nú ekki að vera neitt veikindavælubloggfærsla..
Skipti bara yfir í veðrið... ahh mér finnst nú bara fínt að sjá snjóinn fara í þetta sinn... finnst rigning yndisleg ef ekki er rok með. Svo mikil hreinsun. Að horfa út um stofugluggann minn núna er unun. Morgunsólin komin á loft, regndropar næturinnar enn á rúðunni og fallegu trén mín bærast varla. Væri gott að geta komist út í morgungöngu, jafnvel rölt í næsta bakarí og keypt ilmandi bakkelsi... það bíður betri tíma.
Fékk fagurrauðar rósir frá mínum heittelskaða í gær. Eins og með mína svar-fjólubláu fingur, þá tókst mér á einhvern óskiljanlegan hátt að eyðileggja rósirnar :( Setti þær í fínan vasa með vatni og næringu en svo í morgun þá héngu þær allar niður, greyin... já, hvernig ætli garðurinn minn verði næsta sumar :S
Spurning að fara að óska eftir hot garðyrkjumanni sem gæti leigt í kjallaranum hehehe
Jæja, nóg af veikindum, veðri og grasi...
Góða helgi... hils. S r o s i n

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home