s

mánudagur, febrúar 25, 2008

Típískt að eitthvað stórt gerist...

..þegar maður er svo til nýfluttur í nýtt húsnæði!
Ég tók eftir því á laugardaginn síðasta að það var mikil móða í glugganum á kjallaraíbúðinni og fannst þetta grunsamlegt. Við höfum verið á leiðinni að láta laga rakaskemmdir sem eru í vegg þarna niðri. En Ingvi og Nökkvi fara niður og þá er allt á floti á baðherberginu, bara heitt vatn. Þeir ausa upp fjórum fullum skúringafötum.
Daginn eftir var aftur farið að flæða og nú um öll gólf... allt á floti. Þannig að í dag hafa tryggingakallar og viðgerðamenn verið að brjóta og rífa. Rífa þarf allt parket, laga helling af veggjum, rífa baðherbergið nánast í öreindir til að komast fyrir lekann og svo leyfa íbúðinni að þorna áður en hafist verður að mála og græja upp á nýtt!

Eini ljósi punkturinn er að við búum ekki þarna niðri í dag svo ekki erum við vot í fæturna!

Jæja, svo sem ekkert annað að frétta af okkur...

Hils. S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home