s

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Þvílíkt sem veðurguðirnir láta finna fyrir sér!

Var nú varla að trúa stærðunum á snjókornunum sem streymdu niður í Kópavogin í gærkveldi. Þvílíkt og annað eins, ég man bara ekki eftir svona miklum snjó síðan ég var smástelpa (smærri).
Þegar ég vaknaði í morgun varð ég að moka bílinn út. Á meðan lá Nóalingurinn í snjónum, aaaaalsæll með þetta :)
Í gær fékk ég komment frá leikskólakennurunum hans. Þau töluðu um að hann gæti nú leikið sér tímunum saman, sem kom mér ekki á óvart því hann er með eindæmum mikill dundari... en svo sagði einn kennarinn hans pent: "..en hann er nú samt pínu þrjóskur" haha.. hmm, já, hann er ekki sonur pabba síns fyrir ekki neitt. :)

Jæja, svo enn ein sprengingin að koma, óveður, óveður, óveður, Ó-veður!

Hils...S r o s i n ... farin að leita að vorinu

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home