Erfitt
en það skal takast, að koma sér í gírinn aftur eftir Páskana. Já, ég hef verið aðeins of góð við sjálfa mig eftir Páskana... svoldið föst í nammidegi á hverjum degi :S EN nú er öldin önnur hehe, eða í það minnsta skal hún verða önnur.
Af öðru en slugsaskap í undirrituðu þá er svo sem ekki mikið í fréttum úr Lindarhvamminum. Stubbarnir fengu jú, enn aftur lungnabólgu, eða Jónas Nói var með lungnabólgu og Högni Hallgrímur nálægt því, ótrúlegir þessir pjakkar. Svo þurfum við að fara í vorverkin eins og allir nágrannarnir, klippa runna og skvera garðinn, höfum ekki enn farið í það.
Annars gerði ég nú barasta tossalista yfir allt sem á eftir að gera hérna... þá er ég að tala um svona smáatriði síðan um jólin... klára að setja upp ljós, klára að mála þar sem sparslið var eftir og svoleiðis. Svo er ég orðin langeygð eftir hurð á fataherbergið, erum alltaf að bíða eftir hálfgerðum dyrakarm ef svo má kalla en þegar hann er kominn þá getum við verslað hurð. Svo væri líka gaman að sjá stigahandriðið, sem við pöntuðum fyrir jól, einhvern tímann á næstunni.
Annars er af nægu að taka, ekki það. En þær framkvæmdir sem við hugðumst ætla að gera hér uppi á árinu verður eflaust að bíða þar sem kjallaraíbúðin mun kosta sitt! Ömurlegt að lenda í svona vatnstjóni... þurfum að skipta öllu út, úff dæs dæs... ég ætlaði nú ekki að fara að vola hérna, svo ég hætti því strax!
Langaði asskoti mikið á Nýdönsk sl. laugardagskveld en fór ekki frekar en fyrri daginn... spurning að fara kannski bara á Sálina eftir viku, hmm.
Jæja, nóg af rugli... hilspils... S r o s i n
en það skal takast, að koma sér í gírinn aftur eftir Páskana. Já, ég hef verið aðeins of góð við sjálfa mig eftir Páskana... svoldið föst í nammidegi á hverjum degi :S EN nú er öldin önnur hehe, eða í það minnsta skal hún verða önnur.
Af öðru en slugsaskap í undirrituðu þá er svo sem ekki mikið í fréttum úr Lindarhvamminum. Stubbarnir fengu jú, enn aftur lungnabólgu, eða Jónas Nói var með lungnabólgu og Högni Hallgrímur nálægt því, ótrúlegir þessir pjakkar. Svo þurfum við að fara í vorverkin eins og allir nágrannarnir, klippa runna og skvera garðinn, höfum ekki enn farið í það.
Annars gerði ég nú barasta tossalista yfir allt sem á eftir að gera hérna... þá er ég að tala um svona smáatriði síðan um jólin... klára að setja upp ljós, klára að mála þar sem sparslið var eftir og svoleiðis. Svo er ég orðin langeygð eftir hurð á fataherbergið, erum alltaf að bíða eftir hálfgerðum dyrakarm ef svo má kalla en þegar hann er kominn þá getum við verslað hurð. Svo væri líka gaman að sjá stigahandriðið, sem við pöntuðum fyrir jól, einhvern tímann á næstunni.
Annars er af nægu að taka, ekki það. En þær framkvæmdir sem við hugðumst ætla að gera hér uppi á árinu verður eflaust að bíða þar sem kjallaraíbúðin mun kosta sitt! Ömurlegt að lenda í svona vatnstjóni... þurfum að skipta öllu út, úff dæs dæs... ég ætlaði nú ekki að fara að vola hérna, svo ég hætti því strax!
Langaði asskoti mikið á Nýdönsk sl. laugardagskveld en fór ekki frekar en fyrri daginn... spurning að fara kannski bara á Sálina eftir viku, hmm.
Jæja, nóg af rugli... hilspils... S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home