s

mánudagur, mars 24, 2008

Páskarnir að baki

Fóru nú að mestu í afslappelsi, andvökunætur og súkkulaðiát :-)

Skruppum í sveitina með viðkomu í höfn Þorláks á föstudaginn langa. Farið var á myndlistasýningu Zórdísar... geggjuð verk sem mig dreymir um, vonandi næli ég mér í eitt slíkt í ágúst á fyrirhugaðri sýningu hennar þá! Gaman að ná að hitta á hana og líka hana elsku systu mína sem dreif sig austur á sýninguna.
Í Akurbrekku (sveitinni) var slappað af, vakað með yngsta syninum sem fékk sér tvær nýjar tönnslur með tilheyrandi særindum og andvöku, og jú svo var etið og etið og etið! Úff, eins gott að fara byrja hlaupa, strax á morgun ~"Á morgun segir sá lati" ( móðir mín sagði þetta iðulega við mig hér áður þegar ég nennti ekki að gera hlutina, er farin að standa mig að því að segja þetta við elsta soninn :S ).
Heimleið lá á Páskadag en þó með viðkomu á Grímsstöðum við Meðalfellsvatn, þar sem snæddur var dýrindis kvöldverður.
Daginn eftir heyrir maður í fréttum að hauskúpa hafi fundist þar... reyndar ekki á Grímsstöðum en samt í Kjósinni! Heyrði á einni útvarpsstöðinni umfjöllun um þetta mál. Þar var talað um þennan beinafund og að eigandi hauskúpunnar hefði gefið sig fram! Þetta finnst mér skrítið, þar sem ég hefði nú haldið að eigandi kúpunnar gæti varla gefið sig fram nema með hjálp miðla (kannski þetta hafi verið öðruvísi frétta-"miðill"). Vonandi er þetta nú samt ekki eitthvað krípí mál...

Jæja, í aðra sálma... nú styttist í vorið, er það ekki?

Hils. S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home