s

þriðjudagur, mars 04, 2008

Singing in the rain...

Nú rignir eld og brennisteini, snjórinn að fara og mér líður betur, ja þar til ég talaði við mömmu sem tjáði mér að það ætti að snjóa aftur(leiðinleg að eyðileggja allt *dæs*). Er orðin andsk. leið á snjónum þennan veturinn, svo svei´attan, burt með´ig!

Helgin búin og tekið var á í djammpakkanum. Hittumst 10 fyrrum baunar hér í vogi Kóps, það var etið, sungið og dansað.... og eilítið drukkið haha!! Brilliant kvöld, nauðsynlegt að sletta svona úr klaufunum annað slagið og tala nú ekki um þegar sungið og dansað er eftir eðal danskri musik!

Næsta helgi verður áfram á ja, djamm nótum, kannski ekki alveg djamm... en út á lífið. Friday beibí æm in lov... þá verður skundað að nýjum veitingastað, Gullfoss, þar sem Salt var áður. Þar verður eflaust líka etið... eflaust ekki dansað og sungið á dönsku þó!

Jæja, nóg af þessu í bili... læt í mér heyra fljótlega aftur.
Hils pils, S r o s i n (já, sem minnir mig á að ég þarf kannski að versla mér pils... eða eitthvað)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home