Gluggaveður ?
Búið að vera fallegt veður en reyndar bara verið svona "gluggaveður" hjá mér og yngstu músinni, þar sem við mæðgin ákváðum að leyfa öðrum að njóta blíðunnar og vera barasta lasin heima. Æ, það er viss fórn... er nefninlega viss um að góða veðrið hafi einungis komið vegna þess að við héldum okkur inni með hor :) Nei, segi nú svona.
Allaveganna höfðum við það gott hér í kotinu, tvö ein heima meðan pabbinn og Nóalingurinn fóru í sveitina og Nökkvinn til pabba síns.
En að öðru en veikindum því nú eru uppi plön um utanlandsför...
Já, já, þar sem við höfum, held ég barasta, aldrei komið út fyrir Evrópu er ætlunin er að reyna komast til NewYork í Ameríkunni, jöst-ðe-tú-of-öss. Það sem meira er, er að við erum spá í ferð jafnvel bara fljótlega. Já, það væri ekki slæmt að fara í svona helgarferð til úglandanna... vera sæt saman, skoða frelsisstyttuna, borða úti, skoða merka staði og jafnvel lauma sér í eins og eina búð :) ... en verðum víst að sjá hvort einhver sæti séu laus, svo þetta er ekki alveg pottþétt enn.
Jæja, nóg í bili... hils.S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home