Þetta er nú meira bloggið
Letiblogg letibloggarans... á vel við mitt.
Engar stór fréttir héðan úr dalnum.
En við fengum að testa hvursu vel staðsett húsið er í veðursældinni í síðustu viku. Vá, algjör pottur hér fyrir utan og enginn vindur þó það hefði verið brjálað rok annarsstaðar í Kóp. og Rvík. Maður er bara ekki vön svona logni, komandi frá höfn kennda við Þorlák, þar sem vindar blása títt. En garðurinn tekur líka mun fyrr við sér en annars staðar og þarf nauðsynlega að fara fjárfesta í slátturvél... ja, eða bara orf og ljá því grasið er orðið svo mikið, æ kiddjúnot.
Nóg af dóti sem maður þarf í svona garð, náttúrulega nauðsyn að kaupa sandkassa og rólur :) og stubbaheldagirðingu (svo undirrituð þurfi ekki að hlaupa rassinn af sér í hvert sinn sem miðsonurinn er sleppt lausum) svo eins og garðhúsgögn til að geta notið þessarar veðursældar sem allir spá í sumar, en aðalatriðið er þegar búið að kaupa en það er forláta grill, sem húsbóndinn kom með heim einn daginn. Mmm hvað grillmatur er alltaf miklu betri, ef ég fengi að ráða alltaf (fæ að ráða nokkuð oft ;) ) þá væri grillveisla á hverju kveldi.
En annars er þetta framundan
-Borðtennismót á Hvolsvelli þar sem Nökkvinn keppir.
-Gista í sveitinni þar sem stutt er á borðtennismótið ;)
-Afmæli Ingvans í nekste uge... (tillögur af góðum afmælisdegi eru vel þegnar).
-hmmm.. svo bara að bíða eftir sumrinu á meðan lífið hefur sinn gang.
... já, við fundum enga ferð til NY fyrr en í sumar, svo þetta plan mitt sem átti að vera svona spontanious fór fyrir lítið.. æi, ef ég fæ svona hugdettu þá vil ég helst framkvæma hana í gær. En það getur vel verið að við skötuhjú skreppum þangað í haust, hvur veit.
Góða Hvítasunnuhelgi, hils. S r o s i n
Letiblogg letibloggarans... á vel við mitt.
Engar stór fréttir héðan úr dalnum.
En við fengum að testa hvursu vel staðsett húsið er í veðursældinni í síðustu viku. Vá, algjör pottur hér fyrir utan og enginn vindur þó það hefði verið brjálað rok annarsstaðar í Kóp. og Rvík. Maður er bara ekki vön svona logni, komandi frá höfn kennda við Þorlák, þar sem vindar blása títt. En garðurinn tekur líka mun fyrr við sér en annars staðar og þarf nauðsynlega að fara fjárfesta í slátturvél... ja, eða bara orf og ljá því grasið er orðið svo mikið, æ kiddjúnot.
Nóg af dóti sem maður þarf í svona garð, náttúrulega nauðsyn að kaupa sandkassa og rólur :) og stubbaheldagirðingu (svo undirrituð þurfi ekki að hlaupa rassinn af sér í hvert sinn sem miðsonurinn er sleppt lausum) svo eins og garðhúsgögn til að geta notið þessarar veðursældar sem allir spá í sumar, en aðalatriðið er þegar búið að kaupa en það er forláta grill, sem húsbóndinn kom með heim einn daginn. Mmm hvað grillmatur er alltaf miklu betri, ef ég fengi að ráða alltaf (fæ að ráða nokkuð oft ;) ) þá væri grillveisla á hverju kveldi.
En annars er þetta framundan
-Borðtennismót á Hvolsvelli þar sem Nökkvinn keppir.
-Gista í sveitinni þar sem stutt er á borðtennismótið ;)
-Afmæli Ingvans í nekste uge... (tillögur af góðum afmælisdegi eru vel þegnar).
-hmmm.. svo bara að bíða eftir sumrinu á meðan lífið hefur sinn gang.
... já, við fundum enga ferð til NY fyrr en í sumar, svo þetta plan mitt sem átti að vera svona spontanious fór fyrir lítið.. æi, ef ég fæ svona hugdettu þá vil ég helst framkvæma hana í gær. En það getur vel verið að við skötuhjú skreppum þangað í haust, hvur veit.
Góða Hvítasunnuhelgi, hils. S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home