Framhald
Jæja, ekki fór þetta alveg eins og ég hefði viljað því fljótlega eftir síðustu færslu veiktist ég enn meira og endaði á bráðadeildinni enn og aftur.
Málið var að eftir aðgerðina á nefinu fékk ég smá lyfjasúpu, pensilinið, voltaren og parkodin forte. Ég hef alltaf verið hrædd við viss lyf sem ég ekki má fá og bað því Ingva minn að hringja í lyfjafræðinginn í apótekinu til þess að vera viss um að ég mætti taka þetta dótarí, og jú, hann hélt það.
En frá sunnudegi til miðvikudags í síðustu viku þá fór systemið mitt hægt og bítandi að hætta að virka sem skildi og nærðist ég sama sem ekkert. Þoldi ég ekkert, varla vatn, hélt engu niðri og var sárkvalin og hafði nánast ekki nærst í þrjá daga. Ég get vel viðurkennt að þegar ég svo loks gafst upp á miðvikudeginum og fór með Ingvanum inn á slysó að mér leist ekkert alltof vel á ástandið... ég varla hélt uppi höfði í rúminu mínu og fékk hrikaleg kuldaköst og svitaköst á mis.
Þegar á slysó var komið fengum við barasta að komast beint í gegn... eða næstum (kannski af því undirrituð sat varla í stól og fékk að leggjast á bekk fyrir innan).
Eftir að hafa rætt við helling af hjúkkum og læknum um sjúkrasöguna var ákveðið að ég skildi vera lögð inn með næringu í æð, á skammtímavistun þar um nóttina.
Daginn eftir var farið með mig í segulómunartæki og kom í ljós að bólgur hjá mér voru miklar og mun meiri en ég hafi áður haft (er með ColitisUlcerosa eða sáraristilbólgu).
Svo daginn eftir var ég flutt með sjúkrabíl yfir á Hringbraut þar sem ég hef verið síðan. Var mikið veik þarna fyrst og fékk ekkert að borða fyrr en í gær (var náttúrulega með í æð) en er nú öll að koma til, eða mér finnst það svo ég barðist því fyrir því að koma heim í dag.
Já, þannig að sumarið virðist ætla taka enn einn snúninginn, ég sem var nýbúin að ná af mér bjúg og sleni eftir barnsburð og það fæ víst annan skerf eftir þennan sterakúr... en ja, ég hlýt að hrista það af mér líka!
Jæja, nóg í bili... og vonandi nóg af veikindafréttum í bili...
Hils. lazarus
S r o s i n
Jæja, ekki fór þetta alveg eins og ég hefði viljað því fljótlega eftir síðustu færslu veiktist ég enn meira og endaði á bráðadeildinni enn og aftur.
Málið var að eftir aðgerðina á nefinu fékk ég smá lyfjasúpu, pensilinið, voltaren og parkodin forte. Ég hef alltaf verið hrædd við viss lyf sem ég ekki má fá og bað því Ingva minn að hringja í lyfjafræðinginn í apótekinu til þess að vera viss um að ég mætti taka þetta dótarí, og jú, hann hélt það.
En frá sunnudegi til miðvikudags í síðustu viku þá fór systemið mitt hægt og bítandi að hætta að virka sem skildi og nærðist ég sama sem ekkert. Þoldi ég ekkert, varla vatn, hélt engu niðri og var sárkvalin og hafði nánast ekki nærst í þrjá daga. Ég get vel viðurkennt að þegar ég svo loks gafst upp á miðvikudeginum og fór með Ingvanum inn á slysó að mér leist ekkert alltof vel á ástandið... ég varla hélt uppi höfði í rúminu mínu og fékk hrikaleg kuldaköst og svitaköst á mis.
Þegar á slysó var komið fengum við barasta að komast beint í gegn... eða næstum (kannski af því undirrituð sat varla í stól og fékk að leggjast á bekk fyrir innan).
Eftir að hafa rætt við helling af hjúkkum og læknum um sjúkrasöguna var ákveðið að ég skildi vera lögð inn með næringu í æð, á skammtímavistun þar um nóttina.
Daginn eftir var farið með mig í segulómunartæki og kom í ljós að bólgur hjá mér voru miklar og mun meiri en ég hafi áður haft (er með ColitisUlcerosa eða sáraristilbólgu).
Svo daginn eftir var ég flutt með sjúkrabíl yfir á Hringbraut þar sem ég hef verið síðan. Var mikið veik þarna fyrst og fékk ekkert að borða fyrr en í gær (var náttúrulega með í æð) en er nú öll að koma til, eða mér finnst það svo ég barðist því fyrir því að koma heim í dag.
Já, þannig að sumarið virðist ætla taka enn einn snúninginn, ég sem var nýbúin að ná af mér bjúg og sleni eftir barnsburð og það fæ víst annan skerf eftir þennan sterakúr... en ja, ég hlýt að hrista það af mér líka!
Jæja, nóg í bili... og vonandi nóg af veikindafréttum í bili...
Hils. lazarus
S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home