Jæja, vil nú bara láta vita að...
...ég ætla ekki að blogga meira um veikindin, ætla heldur bara að ná mér :) Er allt önnur og orkan kemur smá saman, verð farin í ræktina eftir smá :)
Hef haft það yndislegt hérna heima við, er alltaf að sjá það betur og betur hvað staðsetningin á húsinu okkar er meiriháttar... hér kemur varla vindur eða þá kannski að stóru trén eru dugleg að skýla okkur.
Ég, mamma og Nökkvi erum búin að smíða eitt stk. sandkassa fyrir strákana, eina sem vantar er sandur en hann verður eflaust sóttur á næstu dögum, því næst er að girða stubbahelda girðingu og svo sjáum við til með rólur.
Ég get alveg viðurkennt það að eftir veikindin mín og sjúkrahúsleguna þá varð ég pínu meyr og fór aðeins að róta til innra með mér... fann smá ró, sem er yndislegt að finna. Nú reyni ég á hverjum degi að minna mig á hvursu lánsöm ég er, eiga yndislega fjölskyldu, vera í fallegu umhverfi og bara njóta alls þess sem manni hefur alltaf þótt svo sjálfsagt, en þetta er ekki sjálfsagt!
Hitti (h)eldri konu á sjúkrahúsinu sem fékk mig til að hugsa út í þessa hluti... hún er yndisleg, jákvæð og orkumikil en því miður geta læknar ekki gert meira fyrir hana. En þessi blómarós lét það ekki á sig fá heldur fór hún alsæl út af sjúkrahúsinu um leið og ég, stútfull af tilhlökkun í að komast í sitt umhverfi og njóta hvers dags með sínum ástvinum.
Get viðurkennt að ég lít upp til svona fólks, sem þakkar bara fyrir allt það sem það hefur fengið í lífinu, heldur áfram sínu striki og nýtur þess til hins ýtrasta. Þetta er eitthvað sem ég vil ná að þroskast í.
Jæja, ætla hafa þetta svona í bili, fara út og njóta veðursældarinnar í Kópavoginum :)
Hils. S r o s i n p.s. já, takk fyrir allar batakveðjurnar!
...ég ætla ekki að blogga meira um veikindin, ætla heldur bara að ná mér :) Er allt önnur og orkan kemur smá saman, verð farin í ræktina eftir smá :)
Hef haft það yndislegt hérna heima við, er alltaf að sjá það betur og betur hvað staðsetningin á húsinu okkar er meiriháttar... hér kemur varla vindur eða þá kannski að stóru trén eru dugleg að skýla okkur.
Ég, mamma og Nökkvi erum búin að smíða eitt stk. sandkassa fyrir strákana, eina sem vantar er sandur en hann verður eflaust sóttur á næstu dögum, því næst er að girða stubbahelda girðingu og svo sjáum við til með rólur.
Ég get alveg viðurkennt það að eftir veikindin mín og sjúkrahúsleguna þá varð ég pínu meyr og fór aðeins að róta til innra með mér... fann smá ró, sem er yndislegt að finna. Nú reyni ég á hverjum degi að minna mig á hvursu lánsöm ég er, eiga yndislega fjölskyldu, vera í fallegu umhverfi og bara njóta alls þess sem manni hefur alltaf þótt svo sjálfsagt, en þetta er ekki sjálfsagt!
Hitti (h)eldri konu á sjúkrahúsinu sem fékk mig til að hugsa út í þessa hluti... hún er yndisleg, jákvæð og orkumikil en því miður geta læknar ekki gert meira fyrir hana. En þessi blómarós lét það ekki á sig fá heldur fór hún alsæl út af sjúkrahúsinu um leið og ég, stútfull af tilhlökkun í að komast í sitt umhverfi og njóta hvers dags með sínum ástvinum.
Get viðurkennt að ég lít upp til svona fólks, sem þakkar bara fyrir allt það sem það hefur fengið í lífinu, heldur áfram sínu striki og nýtur þess til hins ýtrasta. Þetta er eitthvað sem ég vil ná að þroskast í.
Jæja, ætla hafa þetta svona í bili, fara út og njóta veðursældarinnar í Kópavoginum :)
Hils. S r o s i n p.s. já, takk fyrir allar batakveðjurnar!

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home