s

föstudagur, júní 06, 2008

París á sólarhring (varúð extra löng færsla)

Já, svona lifir maður hratt... skoðar París á sólarhring og svo bara aftur heim.

Ja, kannski ekki alveg svona.

Fyrr í vikunni (og reyndar nokkru fyrir það) fór ég að finna fyrir óþægindum í nefi, ekki ósvipað og þegar maður fær högg á nebbann og grætur eins og stunginn grís. Ég hugsaði nú bara með mér eins og flestir gera í svona "þetta lagast bara".

En svo jókst sársaukinn og nebbinn farinn að bólgna (og ekki mátti hann nú við því þar sem ég er nú ekkert með lítinn nebba). Svo morguninn fyrir fyrirhugaða Parísarferð fer mín til heilsugæslulæknis sem kíkir á þetta og segir þetta vera húðsýkingu svo ég var sett á Pensilin og það tvöfaldan skammt þann daginn til að kýla vel á þetta fyrir flugið daginn eftir.
Svo leið dagurinn (miðvikudagurinn) og mér fannst ég bara versna en hugsaði að eflaust þarf það að versna til að geta batnað (jú, alltaf lifir maður í voninni). Þegar Ingvinn kom svo heim um hálfsex, leist honum ekki á þetta því sýnilegt kýli var í miðnesinu (þið getið rétt ímyndað ykkur fagurleikann á kellunni).
Mér var skipað á læknavaktina sem ég og gerði.
Þar leist dokksanum ekkert á þetta, hafði aldrei séð neitt slíkt í þau 16ár sem hann hafði stundað lækningar, hann var hræddur um að það kæmi drep í þetta og hefði alvarlegar afleiðingar einnig benti hann mér á að vera viðbúin því að komast ekki í Parísarferðina. Svo var ég send á bráðamóttöku með tilvísun á að hitta Háls-nef og eyrnalækni.
Jæja, ég skila beiðninni inn á móttökuna en tilkynnt að þar yrði 2tíma bið... úff og ég átti eftir að pakka og græja allt. Eftir þriggja tíma bið fannst mér skrítið að vera með tilvísun en þurfa að bíða og bíða eftir deildalækni. Svo ég fer og kvarta yfir því en fæ þau svör að svoleiðis eru bara ferlið á vaktinni.
Loks eftir rúmlega 4tíma bið, með tilheyrandi verkjum þar sem verkjalyfin mín voru löngu hætt að virka, komst ég inn og svo eftir smá meiri bið kom deildalæknirinn. Hann skoðaði mig og sá þetta og ja, hafði nú ekkert áhyggjur af þessu, nánast hló af hinum lækninum "huh, drep" það fannst honum ólíklegt og ekki vildi hann leyfa mér að hitta Háls-nef og Eyrnadokksann þar sem honum fannst það óþarfi. En hann sagði nú að hann skildi nú ekki af hverju pensilinið ætti að virka þar sem þetta myndaðist þegar ég var á eins pensilin (út af annari sýkingu). Ég spurði því hvað ég gæti þá gert. "Ja, þú tekur bara þetta pensilin áfram og verkjalyf ". Já og honum þótti alveg í lagi að fara til útlanda, bara taka nóg af verkjatöflum með.

Svo lögðum við af stað til Parísar morguninn eftir, mín ekkert sérlega hraustleg en vildi þó ekki hætta við. Röltum um París, fórum á Concorde-torg, sáum Eiffel í fjarska, röltum á Champs Elysees að Sigurboganum... svo við sáum nú smá. Stoppuðum á Café til að fá okkur Crépes og nutum þess að vera til (ja eða í það minnsta reyndum, erfitt vegna verkja hjá mér). Um kvöldið vorum við sammála um að þetta kýli-hnúður eða hvað þetta var hefði stækkað og fylgdi það enn meiri sársauki svo ég játaði mig sigraða og ákvað að París yrði skoðuð betur seinna.
Þá hófst vesen við að reyna fá flug heim en það tókst loksins í morgun nokkru áður en við þurftum að fara út á völl. Komum þangað snemma og sáum þá að vélinni myndi seinka um einnoghálfan tíma (undarlegt að við skyldum lenda í því :) ). En komumst í vél og fengum einnig sæti á Saga Class (sem bætti aðeins upp flugið).
Brunuðum beint á slysó eftir flugið og þuldum upp söguna og sögðumst ekki vilja bíða í fjóra tíma í þetta sinn til að sjá sérfræðinginn sem ég hafði haft tilvísun upp á í síðustu slysóferð.
Eftir pínu þras og jú, leiðindi fengum við að fara inn og innan við hálftíma frá komunni á slysó var ég komin í aðgerð, skorið á og er núna eins og geimvera með slöngur úr nefinu. Háls-nef og eyrnalæknirinn tjáði mér það að ég hefði tekið rétta ákvörðun um að koma heim þar sem þetta getur orðið hættulegt. Margt getur gerst, t.d. er ekki langt að heila frá nefi og sýking þar vill maður ekki. Sýkingin étur upp brjóskið í nefinu og var aðeins komið gat hjá mér en við verðum að sjá hvaða afleiðingar það hefur (í slæmum tilfellum þarf að búa til brjósk..) þetta gæti haft áhrif á málfar og hitt og þetta... svo núna er ég bara fegin að hafa loksins fengið að hitta réttan lækni og vonandi lagast þetta hið fyrsta!
Er þó komin heim en kíki á lækni aftur á morgun í tékk.

Já, C'est la vie

Hils. Óhappagrísinn og geimveran, S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home