s

sunnudagur, júní 01, 2008

Skjálfandi jörð

Finnst náttúrulega hræðilegt með þennan skjálfta sl. fimmtudag og finn ég til með þeim sem misstu jafnvel allt sitt innbú í þessum náttúruhamförum. Vona líka innilega að langt verði í næsta stóra.
Ég fann vel fyrir hristing hér í Lindarhvamminum þó ég hafi ekkert áttað mig á hvers kyns væri þegar drunurnar byrjuðu, hélt bara að það væri stór vörubíll að keyra niður götuna (heyrist ekki svo ósvipað í þeim þegar þeir keyra hér þar sem húsið okkar er neðar en gatan) en svo fannst mér náttúrulega ekki eðlilegt þegar húsið fór af stað... það passaði ekki alveg. Jónas Nói kom hlaupandi og sagði: "húsið hreyfast, mamma" Kúturinn var eðlilega pínu hræddur eins og fleiri.

Jæja, annars drifum við okkur í sveitina á föstudagskvöldið til að ath. hvort allt stæði ekki á sínum stað þar eftir skjálftana og jú, jú allt í góðu standi. Brunuðum svo aftur í bæinn til að fara í útskrift, en Siggi frændi hans Ingva var að útskrifast úr LHÍ sem Grafískur hönnuður. Prýðis veisla og svo komum við barasta hjem og tókum smá göngu um garðinn okkar sem er orðinn yndislegur.
Ég uppgötvaði fullt af "nýjum" trjám sem ég vissi ekkert að væru hér í garðinum. Þar má t.d. nefna kirsuberjatré og gullregn en það eru tvær af þeim trjátegundum sem mér hefur þótt svo ægifagrar, nú vantar bara eitt stórt og fallegt eikartré og þá er garðurinn fullkominn :) Þarf að skella inn myndum af honum.

En ég ákvað að skella einni mynd af Jónasi Nóa í vorverkunum í sveitinni... vökva tréin... ja og náttúrulega sjálfan sig líka ;)

Þar til síðar... hils. S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home