Þetta er mín sök
Rigningin, þ.e.a.s. eða ég er farin að trúa því. Í þurrkinum í júní ákvað ég að koma við í Byko og kaupa eitt stk. úðara og laaaanga garðslöngu til að garðurinn fengi nú sína vætu. Svo í tvígang hef ég sett apparatið í gang og vökvað samviskusamlega, hvað gerist? Jú, jú, daginn eftir kemur þessi svaka rigning. Svo þið getið kennt mér um :) Ef ykkur vantar regn þá er enginn regndans heldur kem ég bara með úðarann og skrúfa frá regni!
En af öðru er ekkert að frétta haha... voðalega er maður eitthvað litlaus... gerist bara ekki neitt hér á bæ. Jæja, jú, nýafstaðin helgi var hin fínasta, vorum með nokkra fyrrv. danska matargesti á laugardaginn, etið, spjallað og gert grín, stendur alltaf fyrir sínu.
Í gærkveldi skelltum við Freyja okkur svo á SexAndTheCity... greinilegt að það er vinsælt að fara með vinkonunum á þá mynd því salurinn var nánast fullur af stelpum.. þó leyndist einn og einn karlmaður (eflaust neyddur af konunni haha nei, segi svona). Ahh en myndin var æðisleg, þrír tímar og við vorum sammála, stöllurnar, að þó hún hefði verið klst. lengur hefði það verið hið bezta mál :)
Næst er þá bara að fara á MammaMia.. hef heyrt að það sé einnig stelpumynd.
Jæja, er að koma mér í Byko (hvert annað) og kaupa málningu.. langar að mála forstofuhurðina hvíta. Annars dró ég upp málningapensla í vikunni og byrjaði að mála á striga... kemur í ljós hvað verður úr því.. þarf greinilega að endurnýja pensla og málningu þar...
Jæja nr.2 hef þetta nóg í bili...
Hils. S r o s i n
Rigningin, þ.e.a.s. eða ég er farin að trúa því. Í þurrkinum í júní ákvað ég að koma við í Byko og kaupa eitt stk. úðara og laaaanga garðslöngu til að garðurinn fengi nú sína vætu. Svo í tvígang hef ég sett apparatið í gang og vökvað samviskusamlega, hvað gerist? Jú, jú, daginn eftir kemur þessi svaka rigning. Svo þið getið kennt mér um :) Ef ykkur vantar regn þá er enginn regndans heldur kem ég bara með úðarann og skrúfa frá regni!
En af öðru er ekkert að frétta haha... voðalega er maður eitthvað litlaus... gerist bara ekki neitt hér á bæ. Jæja, jú, nýafstaðin helgi var hin fínasta, vorum með nokkra fyrrv. danska matargesti á laugardaginn, etið, spjallað og gert grín, stendur alltaf fyrir sínu.
Í gærkveldi skelltum við Freyja okkur svo á SexAndTheCity... greinilegt að það er vinsælt að fara með vinkonunum á þá mynd því salurinn var nánast fullur af stelpum.. þó leyndist einn og einn karlmaður (eflaust neyddur af konunni haha nei, segi svona). Ahh en myndin var æðisleg, þrír tímar og við vorum sammála, stöllurnar, að þó hún hefði verið klst. lengur hefði það verið hið bezta mál :)
Næst er þá bara að fara á MammaMia.. hef heyrt að það sé einnig stelpumynd.
Jæja, er að koma mér í Byko (hvert annað) og kaupa málningu.. langar að mála forstofuhurðina hvíta. Annars dró ég upp málningapensla í vikunni og byrjaði að mála á striga... kemur í ljós hvað verður úr því.. þarf greinilega að endurnýja pensla og málningu þar...
Jæja nr.2 hef þetta nóg í bili...
Hils. S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home