s

þriðjudagur, júlí 01, 2008

Jæja

Erum loksins farin að kíkja á íbúðina niðri eftir lekann... erum búin að leyfa þessu að þorna í dágóðan tíma.
Ingvinn byrjaði að rífa flísar af baðinu, loftaplötur og skápa... svo verður þetta bara gert fokhelt þannig að hægt verði að byrja að græja upp á nýtt.
Undirrituð er svo búin að teikna upp eitt stk. baðherbergi með BAÐI... ahh sé það í hyllingum (alltaf þannig þegar maður er ekki með bað).
Svo fyrst kellan var í stuði þá er búið að skissa upp nokkrar útgáfur á hinum og þessum stækkunarmöguleikum á stofunni og sólpalla... þó svo að við séum ekkert að fara að gera neitt í því á næstu árum-tugum... maður verður alltaf að pæla smá í framtíðinni líka og leyfa sér að dreyma, ekki satt?
Ingvinn var nú ekkert alveg að samþykkja allar hugmyndir undirrituðu, en það kemur svo sem ekkert að sök þar sem þetta eru BARA hugmyndir :)

Annars var helgin hin fínasta... Nökkvinn að keppa í Eyjum, gekk ljómandi vel þar með sínu liði. Er kominn heim og byrjaður á golfnámskeiði... líkar vel.
Við hin sem ekki fórum til eyja, skruppum upp í bústað á laugardaginn... veðrið var svo sem ekkert að leika við okkur.. rok og svona en það var þó fínt að kíkja í Kjósina.

Já og svo náttúrulega aðalatriðið... kominn SANDUR í sandkassann fína :)
Skelli hér með mynd af stubbabræðrum í kassanum, einn gröfumaður og einn ja, aðstoðargröfumaður hihi.

















Þar til síðar.....S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home