s

föstudagur, júlí 25, 2008

Lóngtæm...

Já, eitthvað er þetta dapurt blogg en ég hugga mig við það að það er dauflegt hjá fleirum en mér ;) Jú, vissulega spilar sumarið inn í ... hver nennir að hanga inni og blogga þegar veðrið er...tjaa.. ok ok.. jú, veðrið er kannski ekkert bestasta í heimi akkurat þessa dagana en það er búið að vera fínt.
Er búin að gera ýmislegt síðan síðast..
-Kíkja á Selfoss í heimsóknir


-Fara til hina "ýmsustu" læknasérfræðinga... á að ath. hvort ég sé skrítin ;) (eins og það þurfi staðfestingu haha)


-Fara og taka út húsið hennar Önnu... sem er BTW svaka flott

-svo í kvöld fór ég að sjá þennan Íra



















Ahhh, ekki hægt að segja annað en tónleikarnir voru frábærir... hann kann alveg að semja karltuskan, bráðfyndinn að auki.
Svo endaði hann tónleikana með því að bjóða upp á öl-lllara... lét Tuborg flöskur flæða inn í salinn og fékk slatta af fólki upp á svið til að drekka öl með sér (og ekki létu Ísl-ingar segja sér oft að koma og fá fríkeypis bjór haha)
Ekki nóg með að fá sér öllara og hvítvín með fólkinu heldur braut kallinn reykingabannið og kveikti sér í rettu á sviðinu.. hmmm ! Jæja, ég fyrirgef það í þetta sinn ;)

Jæja, nóg í bili... ætli sé ekki fínt að fara að svífa inn í draumaheim... kannski maður dreymir allt við undirspil Damien Rice, spurning.

S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home