Helgin og fleira
Já, ekki hægt að segja annað en að helgin hafi verið EÐAL.
Byrjaði með haustgrilli í Heiðmörk á föstudagskveldinu, þar sem gamlar baunir hittust, grilluðu, spjölluðu og höfðu það gaman saman. Æðislegur lundurinn sem við plöntuðum okkur í og ekki skemmdi fyrir frábær mæting. Veðurguðirnir höfðu hins vegar ekki alveg heyrt bænir okkar um sól og sumaryl... en við vorum náttúrulega ágætlega klædd og hörkuðum rigningasudda af okkur og kjöftuðum þeim meira :) Ótrúlegt hvað börnum hefur fjölgað síðan við bjuggum öll saman á Raskinu.. ja eða þau sem bjuggu þar hafa stækkað.. sko börnin haha.
En óld Raskarar, takk fyrir frábært kvöld... pottþétt að haustgrill verður endurtekið að ári.
Á laugardaginn var Nökkvinn að keppa í Íslandsmótinu... og svo um kveldið kvöddum við hjónaleysurnar börnin og tengdó og brunuðum í city-ið... tókum okkur bólfestu í húsi Önnu Júl. og fór vel um okkur þar. Sandra kom og hitti okkur og svo var rölt yfir til Önnu Kristínar í innfluttningspartý.. við ó-hjónin "skruppum" til Elsu og Davíðs og hittum þar Líney, Björk og fleiri.. planið var að fara svo öll saman aftur til Önnu Kr. en eitthvað var mikið verið að spjalla og klukkan orðin tími fyrir ball. Þar beið svo Sálin eftir okkur og var rassinn dansaður af... (ja, eða það hefði nú verið frábært hefði rassinn orðið minni haha). Hitti fullt, fullt af fólki sem ég hafði ekki séð í háa herrans tíð.. alveg brill... nauðsyn að hittast svona endrum og eins.
Er ekki stefnan tekin á Köben næst... held að við nokkrar skvísur hafi ákveðið slíka ferð á laugardaginn.. hitta Írisi Jens. Það verður náttúrulega að gerast.
Mætti útlenskum manni hér í götunni í dag. Algjör tappi á kúrekaskóm og blazerjakka, en hann spurði mig til vegar :"Do you know where the new Hagkaups store is?.. the one in Garðabær?" Ég horfði hálf undarlega á hann og spurði svo hvort hann vissi ekki að hann væri í Kópavogi.. jú jú, hann vissi það nú en ætlaði að labba í nýja Hagkaup... svo ég endaði að segja bara "Just follow the big road, over the hill and litle further there is Hagkaup, you can´t miss it!" hahaha... vonandi er hann ekki kominn í Reykjanesbæ núna :)
OVer and out.....S r o s i n vegaleiðamaður... afvegaleiðamaður... hmmmm
Já, ekki hægt að segja annað en að helgin hafi verið EÐAL.
Byrjaði með haustgrilli í Heiðmörk á föstudagskveldinu, þar sem gamlar baunir hittust, grilluðu, spjölluðu og höfðu það gaman saman. Æðislegur lundurinn sem við plöntuðum okkur í og ekki skemmdi fyrir frábær mæting. Veðurguðirnir höfðu hins vegar ekki alveg heyrt bænir okkar um sól og sumaryl... en við vorum náttúrulega ágætlega klædd og hörkuðum rigningasudda af okkur og kjöftuðum þeim meira :) Ótrúlegt hvað börnum hefur fjölgað síðan við bjuggum öll saman á Raskinu.. ja eða þau sem bjuggu þar hafa stækkað.. sko börnin haha.
En óld Raskarar, takk fyrir frábært kvöld... pottþétt að haustgrill verður endurtekið að ári.
Á laugardaginn var Nökkvinn að keppa í Íslandsmótinu... og svo um kveldið kvöddum við hjónaleysurnar börnin og tengdó og brunuðum í city-ið... tókum okkur bólfestu í húsi Önnu Júl. og fór vel um okkur þar. Sandra kom og hitti okkur og svo var rölt yfir til Önnu Kristínar í innfluttningspartý.. við ó-hjónin "skruppum" til Elsu og Davíðs og hittum þar Líney, Björk og fleiri.. planið var að fara svo öll saman aftur til Önnu Kr. en eitthvað var mikið verið að spjalla og klukkan orðin tími fyrir ball. Þar beið svo Sálin eftir okkur og var rassinn dansaður af... (ja, eða það hefði nú verið frábært hefði rassinn orðið minni haha). Hitti fullt, fullt af fólki sem ég hafði ekki séð í háa herrans tíð.. alveg brill... nauðsyn að hittast svona endrum og eins.
Er ekki stefnan tekin á Köben næst... held að við nokkrar skvísur hafi ákveðið slíka ferð á laugardaginn.. hitta Írisi Jens. Það verður náttúrulega að gerast.
Mætti útlenskum manni hér í götunni í dag. Algjör tappi á kúrekaskóm og blazerjakka, en hann spurði mig til vegar :"Do you know where the new Hagkaups store is?.. the one in Garðabær?" Ég horfði hálf undarlega á hann og spurði svo hvort hann vissi ekki að hann væri í Kópavogi.. jú jú, hann vissi það nú en ætlaði að labba í nýja Hagkaup... svo ég endaði að segja bara "Just follow the big road, over the hill and litle further there is Hagkaup, you can´t miss it!" hahaha... vonandi er hann ekki kominn í Reykjanesbæ núna :)
OVer and out.....S r o s i n vegaleiðamaður... afvegaleiðamaður... hmmmm
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home