s

miðvikudagur, september 24, 2008

24.sept.

Kemur einu sinni á ári með sinn fagurleika. Kom reyndar með rok og rigningu í þetta sinn en tjaa fyrirgef það í þetta sinn :) Leit út áðan og það er varla að það sjáist í gras fyrir haustlaufum... elska nú samt haustlitina og alveg æðislegt að aka niður götuna mína í sól og virða fyrir sér litina á þessum fallegu trjám allsstaðar.

En já, dagurinn byrjaði heldur snemma hjá mér... svona ja, kannski um fimm leitið... eða jafnvel fyrr. Þá vaknaði ég við að það var klöngrast yfir mig til að ná miðjunni, jú, Nóalingur kominn með sínum látum. Svo var ég vakin um rúmlega sex þegar elsti sonurinn færði mér stubbaling, pissublautan í fangið, ég veit ekkert betra :)
En eftir rest hröklaðist ó-ektamaðurinn minn með strumpana fram til að leyfa kellu að sofa pínu lengur. Svo stuttu síðar komu þessar elskur með morgunverð handa mér (sætir).

Á eftir yfirgefur svo kallinn mig fyrir veiði, típískt! hehe. Hann var nú sætur í sér (sennilega að mýkja kelluna fyrir veiðina hans haha) sl. föstudagskveld, bauð mér á Lækjarbrekku.. æðislegur matur, villiréttamatseðill... mmm.

Jæja, held meira segja að stubburinn sé farinn að labba meira... hann er búinn að vera taka skref og skref en svei mér ef ég fæ ekki labb í afmælisgjöf :) það er sko ekki hægt að biðja um betra.

Ætla fara gera eitthvað...S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home