Haustið er komið
Ég held að flestir geta verið því sammála.
Í óveðrinu um þarsíðustu nótt, hélt ég hreinlega að þessi 10-15metra háu tré hérna hjá okkur, myndu rifna upp með rótum. En nei, þau stóðust nú og ekki mikill skaði fyrir utan einar blómahjólbörur sem tóku heljastökk og grillyfirbreiðsla sem fékk frelsisþrá.
Daginn eftir (í gær) sást varla út um gluggana sökum laufblaða sem ákváðu að sitja föst á gluggunum. EN sem BETUR fer er búið að vera mikið rok sem hefur þeytt þessum blöðum af og ég sé aftur út.
Æ, alltaf færist yfir mann þreyta í svona veðri. Þó ég elski haustlitina og það allt, þá nenni ég ekki roki.. leiðinlegasta veður sem til er.
Hef verið svoldið svona upp og niður í skapi(sem kannski sést á skrifum), eitthvað sem maður á náttúrulega alls ekki að leyfa sér. En stundum eru tilfinningarnar sterkari og toga mann með sér í ævintýraför. Ég vil nú leyfa veðráttunni að eiga heiðurinn á þessari rússibanaför tilfinninganna en þó er óvissuþáttur í heilsunni líka að plaga mig.
En nú verður maður bara að horfa út, upp í sólina, fá ofbirtu og sjá allskonar bletti og verða hálf blind, sökum sólarljóssins ;) og hugsa jákvætt, eina sem virkar, er það ekki?
Jæja, ægilega tilgangslaus færsla jarijarijariii....
Hils.S r o s i n
Ég held að flestir geta verið því sammála.
Í óveðrinu um þarsíðustu nótt, hélt ég hreinlega að þessi 10-15metra háu tré hérna hjá okkur, myndu rifna upp með rótum. En nei, þau stóðust nú og ekki mikill skaði fyrir utan einar blómahjólbörur sem tóku heljastökk og grillyfirbreiðsla sem fékk frelsisþrá.
Daginn eftir (í gær) sást varla út um gluggana sökum laufblaða sem ákváðu að sitja föst á gluggunum. EN sem BETUR fer er búið að vera mikið rok sem hefur þeytt þessum blöðum af og ég sé aftur út.
Æ, alltaf færist yfir mann þreyta í svona veðri. Þó ég elski haustlitina og það allt, þá nenni ég ekki roki.. leiðinlegasta veður sem til er.
Hef verið svoldið svona upp og niður í skapi(sem kannski sést á skrifum), eitthvað sem maður á náttúrulega alls ekki að leyfa sér. En stundum eru tilfinningarnar sterkari og toga mann með sér í ævintýraför. Ég vil nú leyfa veðráttunni að eiga heiðurinn á þessari rússibanaför tilfinninganna en þó er óvissuþáttur í heilsunni líka að plaga mig.
En nú verður maður bara að horfa út, upp í sólina, fá ofbirtu og sjá allskonar bletti og verða hálf blind, sökum sólarljóssins ;) og hugsa jákvætt, eina sem virkar, er það ekki?
Jæja, ægilega tilgangslaus færsla jarijarijariii....
Hils.S r o s i n
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home