s

miðvikudagur, desember 10, 2008

Jahá...

Rosalega er ég dugleg í skriftum hér, held að annað eins hafi nú ekki sést hehe.

Æ, ætli það sé ekki tímaskortur og almennt andleysi sem er orsök þessa skrifleysis.
Auðvitað hefur manni oft langað að pirrast út í allt og alla, stjórnvöld, DabbaKóng og fleiri... en æi, ætli það séu ekki nógu margir í því.

Svo sem ekkert mikið að frétta af mér og mínum, fór reyndar með minnsta stubb til svefnráðgjafa í gær, loksins! Piltur er búinn að halda vöku fyrir okkur og Jónasi Nóa í um ca. hálft ár. Ég gaf þessu alltaf eina nótt í viðbót og hugsaði að þetta hlyti að batna.. hmm, nei, stubbur var ekkert á því og hefur verið að vakna frá 1-8sinnum á nóttu og misjafnt hvursu lengi hann heldur okkur vakandi, frá nokkrum mín.-3-4tíma!
Get alveg viðurkennt að fyrir stuttu kom svo að því að ég hreinlega brotnaði niður eina nóttina, var bara komin með nóg. Hringdi daginn eftir í fyrrnefndan svefnráðgjafa og svo kíktum við með hann í gær. Svo sem engar nýjar upplýsingar fyrir þá sem hafa lesið svefnráðgjafabókina Draumaland, en samt gott að skerpa aðeins á þessu og fara hnitmiðað í þetta.
Sá að maður hefur ýtt undir það að piltur fái að hafa okkur eins og sínar eigin strengjabrúður, ég kannski verri en Ingvinn því piltur var farinn að stjórna því hvort ég settist eða ekki.. úfff. Yfirleitt mátti ég ekki setjast niður og það gat tekið á þegar maður vakti í 2-3tíma samfleytt, dauðþreytt.
Allaveganna var fyrsta nóttin í nótt með nýju prógrammi og tilviljun eða ekki þá svaf piltur alla nóttina, eina var að bróðirinn sem deilir herberginu með honum er orðinn svo vanur að vakna við ósköpin að hann vaknaði náttúrulega af gömlum vana og kom upp í til mömmu og pabba... dundaði sér svo við að sparka í mömmu sína þessa nóttina :S gaman gaman...

Ætli þetta sé ekki það helsta hjá okkur núna haha... ekkert stórvægilegt en svo sem gott meðan ekki er eitthvað slæmt í gangi.

Reyni nú að hafa styttra á milli skrifa.

Hils. S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home