s

þriðjudagur, desember 30, 2008

Árið 2008 kvatt

Já, ekki annað hægt að segja en að 2008 muni festast í minnum manna. Auðvitað gerir það seinni partur ársins þegar kreppan skall á.

En hjá mér og mínum var árið svona upp og niður eins og hjá flestum. Fyrri hlutinn gekk sinn vanagang, stubbarnir bættu einu ári við, kallinn hlýtur að yngjast um eitt ár því eftir 30 ára byrjar maður að telja niður aftur ;)

Svo kom að okkar langþráðu helgarferð hjónaleysanna í júní... já, Parísarferðin fer seint úr minni mínu. Einn sólarhring í París og geri aðrir betur... dreif mig heim til að liggja á sjúkrahúsi enn einu sinni enn!
En það lagaðist sem betur fer á endanum og í lok ágúst pantaði ég bara vinkonu ferð út til Köben en ferðin var í endaðann okt.

Í sept. dróst eitt ár frá undirrituðu :) Svo náttúrulega dundu þessi þjóðarnýting bankanna í lok sept. og allt þar á eftir vitum við náttúrulega.

Við, Anna létum þó ekki kreppu stoppa ferðina okkar enda búnar að borga mesta partinn fyrir kreppu. Var ótrúlega gaman hjá okkur stöllum og náttúrulega Írisi Jens líka, sungum í Karoke á Sam´s bar og sungum líka heima í íbúðinni... vakti undirrituð lukku við að íslenska textann við Roxanne, lag Stings, jafnóðum og hún söng það... held það hafi komið mjög vel út :)... held það..

Eitthvað var nú farið út að borða og í heimahús að borða og tralla... allt mjög gaman og vonandi höldum við nú í það á næsta ári þrátt fyrir kreppu... þá borðum við bara gamlan ónýtan íslenskan mat.

Desember kom nú með hraði... ég ætlaði ekki að trúa því að jólin væru komin.. mér fannst ég enn eftir að gera svo mikið. Allt gekk þó vel og jólin yndisleg.

Það sem skyggir á allt er að hann elskulegi afi minn, Sigurður Klemenzson lést í fyrrakvöld, 28.des. Hvíl þú í friði, elsku afi minn.

Svona er þetta líf, öll eigum við okkar erfiðu stundir sem okkur finnst stundum engan enda ætla að taka en sem betur fer birtir alltaf upp um síðir.

Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og vonandi að árið fari ekki illa með neinn.

S r o s i n

þriðjudagur, desember 23, 2008


S r o s i n

mánudagur, desember 22, 2008

Greinilegt að það er ekki kominn jóla-álfur í mig ennþá..

Brunaði í Smáralindina í gærkveldi, alein... kósý ;) Ekkert að því svo sem fór á jeppanum, lagði í stæði og krúsaði í búðir.
Svo eftir ágætis ferð rölti ég að bílnum og sé að kallinn í bílnum við hliðin á stendur úti við bílinn sinn og reykir.
Ég spái nú svo sem ekki mikið í því nema tek eftir því að hann horfir mikið á mig og svo jeppann... hefur greinilega ekkert litist á að kjeellling væri að keyra jeppa haha. Ég brosi bara og bakka... kíki í hliðarspeglana og sé karlasnann standa á miðri götu.. svo ég hægi á (vildi ekki keyra yfir karlpunginn).. en sé hann svo birtast til skiptist í hliðarspeglunum, veifandi og svona... ohh, ég var orðin pínu pirruð.. vildi bara komast heim en kallinn flæktist þarna fyrir og bakkskynjarinn hjá mér náttúrulega pípti á fullu þar sem hann stóð þarna upp við bílinn.
Sé ég svo kallinn koma nær og sýna að ég gæti bakkað alveg einn faðm í viðbót.

Ég hélt ég yrði ekki eldri... karltuskan sem hafði verið að flækjast fyrir mér þarna, var að hjálpa aumingja konunni á jeppanum að bakka hihihi... en hann hefur greinilega ekkert tekið eftir bakkskynjaranum eða það að ég væri afbragðsbílstjóri ;)

S r o s i n algjör jóla-kálfur

miðvikudagur, desember 10, 2008

Jahá...

Rosalega er ég dugleg í skriftum hér, held að annað eins hafi nú ekki sést hehe.

Æ, ætli það sé ekki tímaskortur og almennt andleysi sem er orsök þessa skrifleysis.
Auðvitað hefur manni oft langað að pirrast út í allt og alla, stjórnvöld, DabbaKóng og fleiri... en æi, ætli það séu ekki nógu margir í því.

Svo sem ekkert mikið að frétta af mér og mínum, fór reyndar með minnsta stubb til svefnráðgjafa í gær, loksins! Piltur er búinn að halda vöku fyrir okkur og Jónasi Nóa í um ca. hálft ár. Ég gaf þessu alltaf eina nótt í viðbót og hugsaði að þetta hlyti að batna.. hmm, nei, stubbur var ekkert á því og hefur verið að vakna frá 1-8sinnum á nóttu og misjafnt hvursu lengi hann heldur okkur vakandi, frá nokkrum mín.-3-4tíma!
Get alveg viðurkennt að fyrir stuttu kom svo að því að ég hreinlega brotnaði niður eina nóttina, var bara komin með nóg. Hringdi daginn eftir í fyrrnefndan svefnráðgjafa og svo kíktum við með hann í gær. Svo sem engar nýjar upplýsingar fyrir þá sem hafa lesið svefnráðgjafabókina Draumaland, en samt gott að skerpa aðeins á þessu og fara hnitmiðað í þetta.
Sá að maður hefur ýtt undir það að piltur fái að hafa okkur eins og sínar eigin strengjabrúður, ég kannski verri en Ingvinn því piltur var farinn að stjórna því hvort ég settist eða ekki.. úfff. Yfirleitt mátti ég ekki setjast niður og það gat tekið á þegar maður vakti í 2-3tíma samfleytt, dauðþreytt.
Allaveganna var fyrsta nóttin í nótt með nýju prógrammi og tilviljun eða ekki þá svaf piltur alla nóttina, eina var að bróðirinn sem deilir herberginu með honum er orðinn svo vanur að vakna við ósköpin að hann vaknaði náttúrulega af gömlum vana og kom upp í til mömmu og pabba... dundaði sér svo við að sparka í mömmu sína þessa nóttina :S gaman gaman...

Ætli þetta sé ekki það helsta hjá okkur núna haha... ekkert stórvægilegt en svo sem gott meðan ekki er eitthvað slæmt í gangi.

Reyni nú að hafa styttra á milli skrifa.

Hils. S r o s i n

miðvikudagur, október 29, 2008



Komin frá Köben...
Þó svo að æðri máttarvöld gerðu allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að við Anna kæmumst til Köben þá komumst við nú samt!
Fyrst kom náttúrulega kreppa og flestir með viti hægja þá á og sleppa utanlandsferðum.. hmm ekki við ;) (vorum reyndar búnar að punga út fyrir ferðinni í ágúst sl.)
Síðan í kjölfar kreppu þurftum við að fara milli banka í von um smá gjaldeyri með... já veit, allt að fara á hausinn því við tókum gjaldeyri með okkur :(
Svo aðfararnótt brottfarardags kom þetta svakalega veður... Anna komst í Kópavoginn áður en Þrengsli og Hellisheiði lokuðust... seinkun varð svo á flugi svo við sváfum klukkustund lengur... komumst til Kef. og svo í loftið.

Köben tók ágætlega á móti okkur, urðum nú ekki varar við neitt skítkast út í Ísland en höfðum þó vaðið fyrir neðan okkur og vorum ákveðnar að segjast vera frá Færeyjum.

Á föstudagskveldinu skvettum við stöllur, þrjár í okkur einum Opal pela og tilheyrandi bjór... síðan var skundað niður strikið í átt að kareoke bar... þar var sötrað og spjallað og hlegið mikið. Við, Anna vorum náttúrulega komnar í spjall og töluðum um Færeyjarnar... þegar Íris kemur og eyðileggur plottið "Vi kommer fra Island" haha... en þá fengum við frekar svona "æ, aumingja þið" look... allaveganna skárra en að vera "dissaðar".
Sungið var lag í kareoke.. ja eða reynt... sumir hreinlega sáu ekki á skjáinn.. aðrir bara sungu sitt besta haha

Laugardagur var erfiður sökum Opalskota... fórum þó á kaffihús og út að borða... svo bara næs stelpukveld hjemme... mjög mikið hlegið þar.

Sunnudagur, áætlað að kíkja í Fields... Írisin kvödd og restin tók lestina í mollið.. gengum inn en allt var lokað... sáum einn öryggisvörð sem hljóp næstum að míkrafón sem var ca. tveimur metrum frá okkur og kallar yfir alla verslunarmiðstöðina... vinsamlegast yfirgefið Fields því það var allt lokað.... kommon.. kallinn var tveimur metrum frá okkur, hefði nánast geta hvíslað til okkar og við hefðum heyrt... nei, hitt var áhrifameira. Allaveganna hundskuðumst við út og hjem igen... fórum út að borða um kveldið.

Mánudagur... verslað eitthvað og svo allaleið heim til Íslands.

Frábær ferð þó það hafi verið mjööög skrítið að vera í DK og þurfa að spá í hverri krónu... kommon, maður tímdi ekki að kaupa appelsínusafa á kaffihúsi því hann var svo dýr! En hláturinn kostaði ekki krónu svo hann var vel nýttur :D

Hér er mynd af götunni þar sem við gistum í Vinens Hus...























Skrítið að við duttum ekkert niður brattann stigann...
































Og enn skrítnara að við skildum ekki henda þessum niður en þær voru staðsettar á stigaganginum sem var nú ekki breiður.. úff




Brill ferð sem verður pottþétt endurtekin EFTIR kreppu ;)
S r o s i n

föstudagur, október 17, 2008

Eftir viku

...er fyrirhuguð Danmerkurferð okkar vinkvenna, Önnu og undirrituðu. Þar er ætlunin að hitta Írisi nokkura Jensdóttur. Ahh, við Anna erum náttúrulega lööööngu búnar að panta og borga ferðina... gerðum það í ágúst, menímeníjírsagó, eða svo finnst manni.

Vá, hvað margt er nú breytt síðan þá. Við vorum svo spenntar, löngu búnar að plana að fara í dekur og næsheit.. chilla bara á kaffihúsum, versla og njóta alls.

Hahaha.. já nú er öldin önnur, amma mín.
Við skröltum eflaust saman út í Nettó eða Aldi (þessar ódýrustu kjörbúðir í DK), splæsum kannski saman í einn Öl og tvö rör...drekkum saman, förum með glerið aftur út í búð og kaupum nýjan Öl fyrir (glerið er nefninlega mjööög dýrmætt í DK).. Íris mun örugglega kaupa kassa af Öli handa sér og hlæja af okkur, en hún býr náttúrulega eins og fursti í Danaveldi :)
Við Anna gætum kannski tekið með okkur krít og teiknað á stéttar Danaveldis í von um smá laun vegfarenda fyrir. Eflaust margir sem myndu borga morðfjár fyrir að láta okkur hætta að krota :)

Jæja, en ég er allaveganna ekki búin að kaupa danskar krónur, lifi enn í þeirri von um að þær lækki aðeins.

Endilega ef þið lumið á góðri viðskiptahugmynd fyrir okkur Önnu til að skrapa saman í eins og tvo Öl þá látiði ljós ykkar skína í kommentaboxinu ;)

S r o s i n .... ég lifi í voninni.... laaalalalalalalala... ég elska stuð og helgarfríiii... hvernig var þetta nú aftur, ...svo MIKIÐ sukk og svínarí eða hehe?

mánudagur, október 13, 2008

Fékk þetta sent á maili og er svo mikill sannleikur að ég verð að pósta þetta

Heimspeki Charles Schultz

Charles Schultz er höfundur teiknimynda syrpunnar Peanuts.
Þú þarft ekki aðsvara spurningunum.Lestu verkefnið og þér mun verða þetta ljóst:

1. Nefndu fimm auðugustu einstaklingana í heiminum.
2. Nefndu fimm síðustu sigurvegara í fegurðarsamkeppni Evrópu.
3. Nefndu tíu einstaklinga, sem hafa unnið Nobels verðlaunin.
4. Nefndu sex leikara og leikkonur, sem unnu Óskars verðlaunin á síðastaári.

Hvernig gekk þér?
Niðurstaðan er, að enginn okkar man fyrirsagnir gærdagsins. Þetta eru ekki annars flokks afreksmenn. Þeir eru þeir bestu á sínu sviði. En klappið deyr út. Verðlaunin missa ljómann. Afrekin eru gleymd. Viðurkenningarnar og skírteinin eru grafin með eigendum sínum.

Hér eru nokkrar aðrar spurningar. Sjáðu hvernig þér gengur með þær:

1. Skrifaðu nöfnin á fimm kennurum sem hjálpuðu þér á þinni skólagöngu.
2. Nefndu þrjá vini, sem hafa hjálpað þér á erfiðum stundum.
3. Nefndu fimm einstaklinga, sem hafa kennt þér eitthvað mikilvægt.
4. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem kunnu að meta þig að verðleikum.
5. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem þér þykir gott að umgangast.

Auðveldara?

Lexían: Fólkið sem skiptir þig mestu máli í lífinu eru ekki þeir, sem hafa bestu meðmælabréfin, mestu peningana eða flestu verðlaunin.
Heldur þeir, sem finnst þú skipta mestu máli.

Hafðu ekki áhyggjur af því, að heimurinn sé að farast í dag. Það er nú þegar morgun í Ástralíu. (Charles Schultz)

S r o s i n