Árið 2008 kvatt
Já, ekki annað hægt að segja en að 2008 muni festast í minnum manna. Auðvitað gerir það seinni partur ársins þegar kreppan skall á.
En hjá mér og mínum var árið svona upp og niður eins og hjá flestum. Fyrri hlutinn gekk sinn vanagang, stubbarnir bættu einu ári við, kallinn hlýtur að yngjast um eitt ár því eftir 30 ára byrjar maður að telja niður aftur ;)
Svo kom að okkar langþráðu helgarferð hjónaleysanna í júní... já, Parísarferðin fer seint úr minni mínu. Einn sólarhring í París og geri aðrir betur... dreif mig heim til að liggja á sjúkrahúsi enn einu sinni enn!
En það lagaðist sem betur fer á endanum og í lok ágúst pantaði ég bara vinkonu ferð út til Köben en ferðin var í endaðann okt.
Í sept. dróst eitt ár frá undirrituðu :) Svo náttúrulega dundu þessi þjóðarnýting bankanna í lok sept. og allt þar á eftir vitum við náttúrulega.
Við, Anna létum þó ekki kreppu stoppa ferðina okkar enda búnar að borga mesta partinn fyrir kreppu. Var ótrúlega gaman hjá okkur stöllum og náttúrulega Írisi Jens líka, sungum í Karoke á Sam´s bar og sungum líka heima í íbúðinni... vakti undirrituð lukku við að íslenska textann við Roxanne, lag Stings, jafnóðum og hún söng það... held það hafi komið mjög vel út :)... held það..
Eitthvað var nú farið út að borða og í heimahús að borða og tralla... allt mjög gaman og vonandi höldum við nú í það á næsta ári þrátt fyrir kreppu... þá borðum við bara gamlan ónýtan íslenskan mat.
Desember kom nú með hraði... ég ætlaði ekki að trúa því að jólin væru komin.. mér fannst ég enn eftir að gera svo mikið. Allt gekk þó vel og jólin yndisleg.
Það sem skyggir á allt er að hann elskulegi afi minn, Sigurður Klemenzson lést í fyrrakvöld, 28.des. Hvíl þú í friði, elsku afi minn.
Svona er þetta líf, öll eigum við okkar erfiðu stundir sem okkur finnst stundum engan enda ætla að taka en sem betur fer birtir alltaf upp um síðir.
Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og vonandi að árið fari ekki illa með neinn.
S r o s i n
Já, ekki annað hægt að segja en að 2008 muni festast í minnum manna. Auðvitað gerir það seinni partur ársins þegar kreppan skall á.
En hjá mér og mínum var árið svona upp og niður eins og hjá flestum. Fyrri hlutinn gekk sinn vanagang, stubbarnir bættu einu ári við, kallinn hlýtur að yngjast um eitt ár því eftir 30 ára byrjar maður að telja niður aftur ;)
Svo kom að okkar langþráðu helgarferð hjónaleysanna í júní... já, Parísarferðin fer seint úr minni mínu. Einn sólarhring í París og geri aðrir betur... dreif mig heim til að liggja á sjúkrahúsi enn einu sinni enn!
En það lagaðist sem betur fer á endanum og í lok ágúst pantaði ég bara vinkonu ferð út til Köben en ferðin var í endaðann okt.
Í sept. dróst eitt ár frá undirrituðu :) Svo náttúrulega dundu þessi þjóðarnýting bankanna í lok sept. og allt þar á eftir vitum við náttúrulega.
Við, Anna létum þó ekki kreppu stoppa ferðina okkar enda búnar að borga mesta partinn fyrir kreppu. Var ótrúlega gaman hjá okkur stöllum og náttúrulega Írisi Jens líka, sungum í Karoke á Sam´s bar og sungum líka heima í íbúðinni... vakti undirrituð lukku við að íslenska textann við Roxanne, lag Stings, jafnóðum og hún söng það... held það hafi komið mjög vel út :)... held það..
Eitthvað var nú farið út að borða og í heimahús að borða og tralla... allt mjög gaman og vonandi höldum við nú í það á næsta ári þrátt fyrir kreppu... þá borðum við bara gamlan ónýtan íslenskan mat.
Desember kom nú með hraði... ég ætlaði ekki að trúa því að jólin væru komin.. mér fannst ég enn eftir að gera svo mikið. Allt gekk þó vel og jólin yndisleg.
Það sem skyggir á allt er að hann elskulegi afi minn, Sigurður Klemenzson lést í fyrrakvöld, 28.des. Hvíl þú í friði, elsku afi minn.
Svona er þetta líf, öll eigum við okkar erfiðu stundir sem okkur finnst stundum engan enda ætla að taka en sem betur fer birtir alltaf upp um síðir.
Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og vonandi að árið fari ekki illa með neinn.
S r o s i n